Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 32
30
Baldur Ragnarsson
óákveðin merking: iu ‘einhver’, io ‘eitthvað’, ia ‘einhvers kon-
ar’, ies ‘einhvers’
spyrjandi merking: kiu ‘hver, hvaða’, kio ‘hvað’, kia ‘hvers kon-
ar’, kies ‘hvers’
ábendandi merking: tiu ‘sá, þessi’, tio ‘það, þetta’, tia ‘þvílíkur’,
ties ‘þess’
almenn merking: ciu ‘sérhver’, cio ‘sérhvað, allt’, cia ‘alls kon-
ar’, cies ‘sérhvers’
neitandi merking: neniu ‘enginn’, nenio ‘ekkert’, nenia ‘einskis
konar’, nenies ‘einskis’
Þau samsvörunarfomöfn sem enda á -u og -a taka fleirtöluendingu og
þolfallsendingu, þau sem enda á -o taka þolfallsendingu en ekki fleir-
töluendingu. Þau sem enda á -u em notuð bæði sérstætt og hliðstætt,
t.d. kiu faris tion? ‘hver gerði þetta?’ kiu lernanto faris tion? ‘hvaða
nemandi gerði þetta?’ Smáorðið ci með ábendandi orðum (í/-orðun-
um) táknar nálægð: tiu ci eða ci tiu ‘þessi hér’.
Tilvísunarfornöfn hafa spumarorðaform eins og í mörgum málum,
þ. e. spumarorðin kiu og kio em einnig notuð sem tilvísunarfomöfn og
taka sömu beygingum:
la homo, kiu vizitis min, estas mia amiko ‘maðurinn sem heim-
sótti mig er vinur minn’
la homoj, kiuj vizitis min, estas miaj amikoj ‘mennimir sem heim-
sóttu mig em vinir mínir’
la homo, kiun mi vizitis, estas mia amiko ‘maðurinn sem ég heim-
sótti er vinur minn’
LÝSING ARORÐ
Tala Lýsingarorð enda á -a í nefnifalli eintölu. Þar við bætist -j
og fall: til að tákna fleirtölu og -n til að tákna þolfall, eins og í nafn-
orðum. I fleirtölunni fer tölumerkið á undan endingu auka-
fallsins. Lýsingarorðin laga sig þannig eftir nafnorðinu sem
þau standa með í tölu og falli. Dæmi:
granda domo ‘stórt hús (et.)’, grandaj (ft.) domoj ‘stór
hús (ft.)’