Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 34
32 Baldur Ragnarsson
dek: dekunu ‘ll’, deknaú ‘19’. í tugaheitunum snýst þetta við: dudek
‘20’, naudek ‘90’, dudek unu ‘21’.
Talan ‘100’ er cent og ‘1000’ er mil. Þá er mil naúcent tridek kvin
‘1935’.
Raðtölur myndast með endingunni -a: unua ‘fyrsti’, centa ‘hundrað-
asti’.
SAGNORÐ
Persóna Sagnir í esperanto taka ekM persónu- né tölubeygingu en
og tala: enda jafnan á -s í „persónuhætti“ hvert sem frumlagið er:
mi/vi/li/si/ni/ili amas ‘ég/þú, þið/hann/hún/við/ þeir ...
elska’.
Tíð: Mismunandi tíðir eru sýndar með ólíkum sérhljóðum á
undan „persónuendingunni“ -s. Nútíð: mi amas ‘ég elska’;
þátíð: mi amis ‘ég elskaði’; framtíð: mi amos ‘ég mun
elska’.
Háttur: Nafnháttur endar á -/: ami ‘(að) elska’; boðháttur á -u: amu
‘elskaðu’.
Ekki er gerður greinarmunur á framsöguhætti og viðteng-
ingarhætti en talað er um sérstakan skildagahátt, en hann
endar á -us: mi amus ‘ég myndi elska’.
Þá hefur esperanto býsna flókið lýsingarháttakerfi. Þessir
lýsingarhættir eru myndaðir með viðskeytum, þrír í ger-
mynd og þrír í þolmynd eins og hér er sýnt:
germynd: -ant- í nútíð, -int- í þátíð, -ont- í ffamtíð (sbr.
tíðarmerkin -a-, -/-, -o-)
þolmynd: -at- í nútíð, -it- í þátíð, -ot- í framtíð
Þessir lýsingarhættir beygjast eins og lýsingarorð og geta
bæði tekið þolfallsendingu og fleirtöluendingu. Dæmi:
germyndarmerking: leganta knabo Tesandi drengur
(drengur sem er að lesa)’, leginta knabo ‘drengur sem er
búinn að lesa’, legonta knabo ‘drengur sem mun lesa’
þolmyndarmerking: legata libro ‘bók sem verið er að
lesa’, legita libro ‘bók sem hefur verið lesin’, legota libro
‘bók sem mun verða lesin’