Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 37
Planmál
35
Ef samsett orð er óþjált við samskeytin má skjóta inn -o-\ kan-
tobirdo, birdokanto.
2. Formleg afleiðsla, þar sem nota má mismunandi viðskeyti til
að mynda orð af ólíkum flokkum af sömu rót:
martel-, martel-o ‘hamar (no.)’, martel-i ‘hamra (so.)’,
martel-a (lo.), martel-e (ao.); kur-, kur-o ‘hlaup’, kur-i
‘hlaupa’, kur-a (lo.), kur-e (ao.)
Með sömu aðferð má mynda nafnorð, lýsingarorð, sagnir og at-
viksorð af forsetningum, óafleiddum atviksorðum og jafnvel
samtengingum hvenær sem merking leyfir.
preter ‘framhjá (fs.)’, preter-i ‘fara framhjá (so.)’
tro ‘of (ao.)’, tro-a ‘of mikill (lo.)’
Með sama hætti er einnig algengt að nota aðskeyti sem orð-
stofna og mynda af þeim sjálfstæð orð:
-eg- (stækkunarviðskeyti) —> eg-a ‘stór (lo.)’
-il- (verkfærisviðskeyti) —> il-o ‘áhald, verkfæri’
-em- (viðskeyti sem táknar tilhneigingu) —> em-i ‘hneigjast
til (so.)’
Þessi aðferð til orðmyndunar eykur mjög sveigjanleika málsins.
Dæmi:
mi iris per taksio al la hotelo ‘ég fór með leigubfl á hótelið’
—> mi taksiis al la hotelo (orðr.: ‘ég leigubflaði á hótelið’), eða
—> mi iris taksie al la hotelo (orðr.: ‘ég fór leigubflslega á
hótelið’), eða
—> mi taksiis hotelen (orðr.: ‘ég leigubflaði í hótelsátt’)
3. Afleiðsla með merkingarskýrum aðskeytum: Zamenhof taldi
að með merkingarskýrum aðskeytum mætti komast af með
færri rætur sem auðveldaði nám í málinu. I esperanto eru 10 for-
skeyti og 31 viðskeyti af þessu tagi. Dæmi:
forskeyti: ek- táknar byrjun verknaðar: paroli ‘tala’, ek-
paroli ‘taka til máls’
mal- táknar andstæðu: bela ‘fallegur’, mal-bela
‘ljótur’