Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 38
36
Baldur Ragnarsson
viðskeyti: -ad- táknar varanleika: pafo ‘skot’, paf-ad-o ‘skot
hríð’
-aj- hlutgerir: mangi ‘borða’, mang-aj-o ‘matur’
-ebl- táknar möguleika: legi ‘lesa’, leg-ebl-a
‘læsilegur’
-ej- táknar stað þar sem eitthvað fer fram: lerni
‘læra’, lern-ej-o ‘skóli’
-ec- táknar hugmynd, eiginleika: bela ‘fallegur’,
bel-ec-o ‘fegurð’
4.3 Málgerð og textadœmi
Esperanto er aðlagað mál, einungis samsvörunarorðin 45 (atviksorð
og fomöfn) em algjörlega fmmsamin. Hér er að lokum hluti af faðir-
vorinu á esperanto:
Patro nia, kiu estas en la cielo, Via nomo estu sanktigita. Venu Via
regno, plenumigu Via volo, kiel en la cielo, tiel ankau sur Ia tero. Nian
panon ciutagan donu al ni hodiau. Kaj pardonu al ni niajn suldojn, kiel
ankaú ni pardonas al niaj suldantoj. Kaj ne konduku nin en tenton, sed
liberigu nin de la malbono.
5. Ido
5.1 Saga
Á alþjóðlegum fundum og ráðstefnum ýmissa vísindafélaga á heims-
sýningunni í París árið 1900 kom í ljós að þingstörf gengu ekki sem
skyldi vegna tungumálaerfiðleika. Því var það að franskur stærð-
fræðiprófessor, Léopold Leau, lagði til að þann vanda mætti leysa
með hjálparmáli sem byggt væri á vísindalegum gmnni. Tillaga hans
leiddi til stofnunar nefndar undir hans forsæti. Nefnd þessi, Délé-
gation pour Tadoption d'une langue auxiliaire intemationale, tók til
starfa 1901.
Ýmsar tillögur vom lagðar fyrir nefndina en niðurstaðan varð sú
(1907) að hún mælti með esperanto vegna „tiltölulegs fullkomleika“
þess en þó með vissum breytingum. Fyrir nefndina hafði verið lögð