Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 39
Planmál
37
tillaga undir dulnefninu ido um „umbreytt esperanto" og hlaut hún
stuðning hennar með nokkrum breytingum. Síðar kom í ljós að ido var
dulnefni fransks esperantista, Louis de Beaufront, sem lengi hafði ver-
ið einn ákafasti stuðningsmaður Zamenhofs og Zamenhof hafði valið
sem fulltrúa sinn og esperantos í nefndinni. Þó er talið að annar ritari
nefndarinnar, Louis Couturat, hafi einnig lagt þar hönd að verki. Hafði
hann ásamt Léopold Leau birt nokkrum árum áður mikið rit um sögu
tilbúinna mála, Histoire de la Langue Universelle (1903), þar sem
gerð er grein fyrir á sjötta tug planmála, 17 frumsömdum kerfum, 26
aðlöguðum kerfum og 12 blönduðum.
Mikið var gert til þess að fá esperantista til fylgis við tillögur
nefndarinnar. Kom fljótlega í ljós að mikill meirihluti esperantista
kaus að halda fast við mál Zamenhofs óbreytt. Hófu nefndarmenn þá
að boða tillögu sína sem sérstætt mál undir heitinu ido (myndað af
viðskeytinu -id- í esperanto sem táknar afkvæmi). Allmikil hreyfing
varð um ido í nokkur ár og virtist svo um skeið að það yrði hættuleg-
ur keppinautur esperantos. Kennslubækur voru prentaðar og tímarit
gefin út. Á styrjaldarárunum 1914—18 dró þó mjög úr gengi þess og
eftir styrjöldina tókst ekki að blása nýju lífi í idohreyfinguna. Olli þar
mjög um að þekktasti málvísindamaðurinn í nefndinni frá 1907, Otto
Jespersen, hætti stuðningi við málið og sneri sér að því að búa til nýtt
planmál, novial, sem síðar verður getið.
Meðan öllu þessu fór fram hélt esperanto áfram sínu striki, málið
hélt áfram að þróast og fylgjendum þess fjölgaði. Gagnsemi málsins
kom m.a. skýrt í ljós á styrjaldarárunum þegar Alþjóðlega esper-
antosambandið vann merkilegt hjálparstarf við að hafa upp á stríðs-
föngum með aðstoð esperantista.
5.2 Yfirlit um formgerð idos
5.2.1 Stafróf og hljóðkerfi
I stafrófi idos eru 26 bókstafir, 5 tákna sérhljóð, 21 samhljóð. Auk
þess eru tvö tvíhljóð táknuð með tveim bókstöfum hvort og tveir „tví-
stafir“ tákna eitt hljóð hvor (ath. líka klasatáknið qu)\
sérhljóð: a, e, i, o, u\ au, eu