Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Qupperneq 40
38 Baldur Ragnarsson
samhljóð: b, c [ts], ch [tj], d,f, g, h,j [3], k, l, m, n,p, qu [kw], r,
s, sh [/], t, v, w, x, y [)'], z [z]
Engin yfirmerki (hattar) eru notuð eins og gert er í esperanto. Stafsetn-
ing er regluleg, þ. e. bókstafimir tákna yfirleitt sama hljóð.
Áhersla fellur á síðasta atkvæði nafnháttar, t.d. kan'tar ‘syngja’,
annars á næstsíðasta atkvæði, sbr. 'lampo ‘lampi’, tek'niko ‘tækni',fa-
'milio ‘fjölskylda’ (ath. að / og u á undan sérhljóði tákna fremur skrið-
hljóð en sjálfstætt sérhljóð).
5.2.2 Helstu orðflokkar og sérkenni þeirra
GREINIR
Ákveðinn greinir er la eins og í esperanto, en þó hefur hann formið le
með sérstæðu lýsingarorði:
la reda flori esas granda ‘rauðu blómin em stór’, le blua esas
mikra ‘þau bláu em smá’
NAFNORÐ
Tala og Nafnorð enda í eintölu á -o, í fleirtölu kemur endingin
fall: -/ í stað -o:
la staciono ‘stöðin’, la stacioni ‘stöðvamar’
Sérstök andlagsending er ekki notuð í beinni orðaröð en í
öfugri orðaröð fá nafnorð endinguna -n í andlagsfalli:
la patro punisas lafdio ‘faðirinn refsar syninum’, lafil-
ion la patro punisas ‘syninum refsar faðirinn’
LÝSINGARORÐ
Gerð: Lýsingarorð enda yfirleitt á -a, en þá endingu má þó oft
fella brott:
mikra ‘lítill’, bona (eða bonj ‘góður’, bela (eða bel)
‘fallegur’
Lýsingarorð taka ekki fleirtöluendingu eins og í esperanto.
Stig: Stigbreyting verður með hjálparorðunum plu ‘meira’ og
maxim ‘mest’:
bona ‘góður’,plu bona ‘betri’, maxim bona ‘bestur’