Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 43
Planmál
41
tu amas ‘þú elskar’, ka tu amas? ‘elskar þú?’
Neitun er táknuð með ne og hún kemur þá á undan sögninni:
il agis lo ‘hann gerði þetta’, il ne agis lo ‘hann gerði þetta ekki’
5.2.4 Orðaforði og orðmyndun
Orðaforði idos er sóttur í vesturevrópsk mál, einkum rómönsk. Oft eru
notaðir ólíkir orðstofnar (eða rætur) þar sem esperanto notar afleiðslu
með aðskeytum, sbr. esperanto: kanti ‘syngja’, ek-kanti ‘byrja að
syngja’ en ido: kantar ‘syngja’, intonar ‘byrja að syngja’. Þó eru fjöl-
mörg merkingarrík aðskeyti í ido og er gjama talað um 19 forskeyti af
því tagi og 46 viðskeyti. Mörg þeirra eru þau sömu og í esperanto.
Tvær meginreglur eru sérstaklega mikilvægar við afleiðslu í ido. í
fyrsta lagi svokölluð einmerking orðhluta í orðmyndun. Það merk-
ir að sérhver orðrót í ido hefur aðeins eina grunnmerkingu sem er
þrengd eða víkkuð eftir atvikum með aðskeytum eða málfræðiending-
um sem hafa eina óbreytanlega merkingu. í öðru lagi umhverfanleiki
(fr. réversibilité) sem byggist á einmerkingu róta og aðskeyta. Sér-
hvert afleitt orð verður að vera umhverfanlegt (réversible) aftur til rót-
ar með röklegum hætti. Þetta má skýra með dæmum:
rótin labor- tjáir athöfn, labor-ist-o ‘verkamaður’, labor-ist-ar-o
‘hópur verkamanna’, labor-em-a ‘verkhneigður’, labor-ist-al-a
‘sem varðar verkamenn’, anti-labor-ist-al-a ‘lög gegn verka-
mönnum’
Rótin labor- heldur hér grunnmerkingu sinni, er einnar merkingar sem
er þrengd eða víkkuð með aðskeytum. Reglan um umhverfingu er í
því fólgin að afleiðsluferlinu má snúa við og fara með röklegum hætti
aftur til rótarinnar.
5.2.5 Samanburður við esperanto
Við samanburð sést að munur á málfræðilegum endingum í ido og
esperanto er óverulegur. Ido fellir niður sérstaka andlagsendingu í
beinni orðaröð, sömuleiðis sambeygingu nafnorða og lýsingarorða.
Tvær leiðir eru til að mynda þolmynd, með hjálparsögn og lýsingar-
hætti og með viðskeyti við sagnarstofn. í ido er gengið miklu lengra í