Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 44
42
Baldur Ragnarsson
því að taka inn orðstofna úr náttúrumálunum þannig að þeir sem vel
þekkja til helstu Evrópumála kannast strax við fleiri orð í riti í ido en
í esperanto þar sem aðskeyti eru notuð til að forðast offjölgun róta, en
það taldi Zamenhof nauðsynlegt til þess að auðvelda nám í málinu fyr-
ir þorra fólks. í esperanto eru nær óendanlegir möguleikar á því að
tengja saman rætur, aðskeyti og endingar og það gerir málið afar
sveigjanlegt og hamlar gegn venjubindingu í orðræðu. í ido skipta
reglur um rökbundna afleiðslu í orðmyndun aftur á móti höfuðmáli.
Esperanto gerir ekki slíkar kröfur til röklegs fullkomleika og hefur því
getað þróast svipað náttúrumálunum.
6. Occidental
6.1 Saga
Höfundur occidentals, Edgar de Wahl, fæddist í Olwiopol í Úkraínu
1867. Hann lærði volapúk og esperanto en hóf síðan eigin rannsókn-
ir með gerð nýs planmáls að markmiði þar sem miklu nánar yrði
fylgt „natúralistískum" fyrirmyndum vestrænna mála. Mál sitt birti
hann 1922 í kynningarriti sínu Kosmoglott (síðar nefnt
Cosmoglotta). Kenningar de Wahls um gerð vesturevrópsks plan-
máls höfðu töluverð áhrif, m.a. á Jespersen og mál hans novial. Eng-
in almenn hreyfing myndaðist þó um occidental eins og um esper-
anto og ido.
6.2 Yfirlit yfirformgerð occidentals
6.2.1 Stafróf og hljóðkerfi
Til að tákna málhljóðin í occidental eru notaðir 26 bókstafir. 6 tákna
sérhljóð og 20 samhljóð:
sérhljóð: a, e, i, o, u, y [y]; au, ay, oy
samhljóð: b, c, d,f, g, h,j, k, l, m, n, p, r, s, t, v, w, y [j], z
Athugið að y er bæði notað sem sérhljóðstákn og samhljóðstákn.
Nokkrir bókstafir tákna mismunandi hljóð eftir umhverfi samkvæmt
ákveðnum hljóðreglum (sumum kunnuglegum). Dæmi: