Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 45
Planmál
43
c táknar uppgómmælta lokhljóðið [k] á undan öðru samhljóði og
á undan sérhljóðunum a, o, u en tvæhljóðið [tj] á undan e, i, y
g táknar uppgómmælta lokhljóðið [g] á undan öðru samhljóði og
á undan sérhljóðunum a, o, u en [d3] á undan e, i, y
t táknar tvæhljóðið [ts] í samböndunum tie, tia
bókstafaparið eu táknar einhljóðið [ö] en au, ay, oy tákna tvíhljóð
Áhersla er yfirleitt á síðasta atkvæði. Þó eru nokkrar málfræðilegar
endingar áherslulausar, svo sem fleirtöluendingin -e(s), atviksorðs-
endingin -men og málfræðilegu endingamar -bil, -ic, -im, -ul, -um.
Undantekningar sem falla ekki undir þessar reglur eru táknaðar með
áherslumerkjum (' eða').
6.2.2 Helstu orðflokkar og einkenni þeirra
greinir
Ákveðinn greinir er li, óákveðinn un. Auk þess má nota lu sem greini
með sjálfstæðu lýsingarorði í óhlutbundinni merkingu. Form greina er
óbreytanlegt.
nafnorð
Kyn og Nafnorð hafa enga sérstaka orðflokksendingu, en stund-
form: um eru sérstakar endingar notaðar til að tákna mismunandi
kyn nafnorða, þannig að -e táknar hvorugkyn, -o táknar
karlkyn og -a táknar kvenkyn.
Tala: Nafnorð sem enda á sérhljóði eða á -c, -g eða -um í eintölu
fá fleirtöluendinguna -.v, þau sem enda á öðrum samhljóð-
um fá fleirtöluendinguna -es.
lýsingarorð
Form: Lýsingarorð hafa enga sérstaka orðflokksendingu og
breytast ekki eftir tölu og kyni.
Stig: Stigbreyting er táknuð með hjálparorðunum plu og max:
bon ‘góður’, plu bon ‘betri’, max bon ‘bestur’