Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 48
46
Baldur Ragnarsson
svip og er nokkuð auðskilið við fyrstu sýn þeim sem hafa góðan bak-
grunn í helstu Evrópumálum enda var það markmið de Wahls að það
væri strax skiljanlegt menntuðum Evrópubúum.
Nafnorð má mynda af sögnum með því að fella endinguna -r (eða
-er) aftan af nafnhættinum. Ef stofninn endar þá á sérhljóði er -t bætt
við (sbr. þátíð) og síðan nafnorðsviðskeyti:
crear ‘skapa’ > crea-t > creat-or ‘skapari’
Ef stofn afleidds nafnorðs ætti að enda á -d eða -r er því breytt í -s:
decider ‘ákveða’, deci-s > decis-ion ‘ákvörðun’
Sagnorð má mynda af nafnorðum með öfugri aðferð: Nafnorðsvið-
skeytið er fellt brott, síðan -t ef því er að skipta og síðan bætist -r við
í nafnhætti:
decoration ‘skreyting’ > decorat > decorar ‘skreyta’
Merkingarrík aðskeyti, einkum viðskeyti, eru fjölmörg (alls talin
51) í occidental, auk þess sem sumar forsetningar má nota sem for-
skeyti:
des- táknar andstæðu: facil ‘auðveldur’, des-facil ‘erfiður’
in- táknar neitun: util ‘gagnlegur’, in-util ‘gagnslaus’
Þá má nefna að þrjú viðskeyti tákna starf, t.d. -ero, -era: labor-ero
‘verkamaður’; sex viðskeyti tákna persónur, i.á.-és sem táknar íbúa:
Angl-és ‘Englendingur’; fimm viðskeyti tákna eiginleika, hugmynd,
t.d. -tá: liber-tá ‘frelsi’ o.s.frv.
6.2.4 Setningagerð
Sjálfgefin orðaröð er frumlag-sögn-andlag (FSA):
li monument es plazzat avan lipalazzo ‘minnismerkið er (sett) fyrir
framan höllina’
Smtt lýsingarorð fara yfirleitt á undan nafnorði en löng geta farið á eftir:
un bon idé ‘góð hugmynd’, li lingue international ‘alþjóðamálið’
Spumarsetningar geta hafist á esque ‘hvort’, sem er nokkurs konar
spumarmerki, eða þá á spumarfomafni eins og qui ‘hver’, quo ‘hvað’
eða spumaratviksorði quande ‘hvenær’:
esque vu va promenar? ‘ætlarðu að fara í gönguferð (að ganga)?’
Öfuga orðaröð má nota án spumarorðsins esque:
have Vu li libre? ‘hafið þér bókina?’