Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 49
Planmál
47
7. Novial
7.1 Saga
Otto Jespersen (1860-1943) var einn af fáum málvísindamönnum sem
tók virkan þátt í hreyfingunni um planmál á fyrstu áratugum 20. ald-
ar. Hann kynnti sér volapiik en taldi það of erfitt og fjarlægt náttúru-
málunum til að geta gegnt hlutverki alþjóðamáls. Þá lagði hann stund
á esperanto sem hann mat mikils. Hann tók þátt í starfi Délégation
pour Tadoption d'une langue auxiliaire frá 1907 og var formaður í
málnefnd idos 1907-1910.
í formála að ido-þýskri orðabók eftir Feder og Schneeberger
(1918) setti Jespersen fram þessa meginreglu: „Það alþjóðamál er best
sem í öllum atriðum er auðveldast fyrir sem flesta.“ Með auðveldleik-
anum væri þó ekki átt við það að geta skilið ritaðan texta við fyrstu
sýn heldur að málið væri einnig auðvelt fyrir þann sem ritar og talar.
Það /æli í sér að málið yrði að vera sem reglulegast að allri gerð og
orðmyndun auðveld og frjó.
Jespersen fjarlægðist ido sem lausn en varð fyrir áhrifum frá occi-
dental sem hann taldi þó ekki fullnægja ofannefndum skilyrðum þar
sem það höfðaði fyrst og fremst til þeirra sem áttu sum Evrópumál að
móðurmálum. Eftir tveggja áratuga reynslu af tilraunum á sviði plan-
mála birti hann sjálfur sitt eigið málkerfi 1928 sem hann nefndi á
ensku New International Auxiliary Language, skammstafað Nov IAL
= novial. Ido-tímaritið Mondo (sem gefið var út í Stokkhólmi) varð
nú málgagn þeirra sem töldu mál Jespersens betra kerfi en þau sem
áður höfðu birst. Ekki hlaut novial þó neina útbreiðslu að marki. Engu
að síður er það um margt athyglisvert vegna þess að Jespersen fór að
ýmsu leyti nýjar leiðir.
7.2 Yfirlit yfir formgerð novials
7.2.1 Stafróf og framburður
Stafróf novials hefur 23 bókstafi, 5 sérhljóð og 18 samhljóð.
Sérhljóð: a, e, i, o, u
Samhljóð: b, d, ch [J], f, g, h, j [3], k, 1, m, n, p, q(u), r, s, t, v, x, y [j]
Ahersla fellur á sérhljóð næst á undan síðasta samhljóði í orðstofni.
Samhljóðsending breytir ekki áherslu í orðstofni.