Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Side 51
Planmál
49
Stig: Stigbreyting er sýnd með hjálparorðunum plu og maxim,
en auk þess má sýna neikvæða stigbreytingu með min og
minim:
bon ‘góður’, plu bon ‘betri’, maxim bon ‘bestur’; min
bon ‘síðri að gæðum (minna góður)’, minim bon ‘síst-
ur að gæðum (minnst góður)’
fornöfn
Persónufornöfn em:
t.p. 2.P. 3.p.kk. 3.p.kvk. 3.p.hk.
et. me ‘ég’ vu ‘þú’ lo ‘hann’ la ‘hún’ le ‘það’ lu ‘það (um hluti)
ft. nus ‘við’ vus ‘þið’ los ‘þeir’ las ‘þær’ les ‘þau’ lus ‘þau (um hluti)
Afturbeygt fornafn er se.
Eignaifornöfn eru mynduð af persónufomöfnunum, í eintölu með
endingunni -n, í fleirtölu með -en:
me-n ‘minn’, vu-n ‘þinn’, lo-n ‘hans’, la-n ‘hennar’, le-n ‘þess’
nus-en ‘okkar’, vus-en ‘ykkar’, los-en ‘þeirra (kk.)’, las-en ‘þeirra
(kvk.)’, les-en ‘þeirra (hk.)’
Óákveðin fornöfn geta tekið sömu hvomgkynsendingu og nafnorð
sem tákna hugmyndir, þ.e. -um: omn-um ‘allt’, kelk-um ‘eitthvað’,
altr-um ‘annað’.
töluorð
Tölumar 1-10 hafa kunnuglegt form: un (eða uni), du, tri, quar, sink,
six, sep, ok, nin, dek.
Tölumar 11-19 em líka myndaðar á reglulegan hátt: dek-unu ‘ll’,
dek-du ‘12’, dek-tri ‘13’ o.s.frv.
Til að mynda tugaorð er viðskeytinu -anti bætt við viðkomandi tölur:
du-anti ‘20’, tri-anti ‘30’, quaranti ‘40’ o.s.frv.
Tölur fyrir hundrað og þúsund em líka kunnuglegar: sent ‘100’, mil
‘1000’
Raðtöluorð myndast með viðskeytinu -esmi: un-esmi ‘fyrsti’, du-esmi
‘annar’ o.s.frv.