Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Blaðsíða 54
52
Baldur Ragnarsson
Fjölmörg aðskeyti eru notuð í novial til orðmyndunar og er talað
um 15 forskeyti og 48 viðskeyti. Dæmi:
par- táknar fullkomnaða athöfn: par-lerna ‘læra til hlítar’
-o dregur nafnorð beint af sögnum og á undan því falla -a og -e
brott en -i og -u ekki: promena ‘ganga’ > promen-o ‘gönguferð’,
respekte ‘virða’ > respekt-o ‘virðing’, defini ‘skilgreina’ >
defini-o ‘skilgreining’, intervu ‘tala við’ > intervu-o ‘viðtal’
-et- táknar smækkun: rivere ‘á’, river-et-e ‘lækur’
-on- táknar stækkun: pluvo ‘rigning’, pluv-on-o ‘steypiregn’
o.s.frv.
8. Interlingua
8.1 Saga
Árið 1924 var stofnað félag til að vinna að vísindalegum rannsóknum
á planmálum og í framhaldi af því að leggja fram nýja tillögu að slíku
máli. Nefndist félagið The Intemational Auxiliary Language Associ-
ation (skammstafað IALA). Ýmsir vel þekktir málvísindamenn komu
þar nokkuð við sögu, m.a. Jespersen, Sapir, Meillet og Thomdike.
Starfsemi IALAlauk að mestu 1951 með birtingu málsins interlingua
sem er að mestu verk Bandaríkjamannsins Alexanders Gode.
Kennslubækur og orðabækur hafa birst á interlingua en ekki hefur það
hlotið almenna útbreiðslu fremur en önnur planmál sem fram hafa
komið eftir að ido-hreyfingin leystist upp á millistríðsámnum.
8.2 Yfirlit yfir formgerð interlingua
8.2.1 Stafróf og framburður
I interlingua er notað venjulegt latneskt stafróf án áherslumerkja og
annarra viðbótarmerkja.
sérhljóð: a, e, i, o, u
samhljóð: b, c, d,f, g, h, j, k, l, m, n, p, r, s, t, v, w, y, z
Á undan e, i, y táknar bókstafurinn c hljóðið [s] eða [ts], annars lok-
hljóðið [k]. Stundum er tvístöfungurinn th notaður fyrir [t] og tvístöf-
ungurinn ph fyrir [f]. Algengast er að áhersla sé á sérhljóði næst á
undan síðasta samhljóði í stofni.