Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Side 56
54
Baldur Ragnarsson
Afturbeygt fornafn er se.
Eignarfornöfn geta haft mismunandi form eftir því hvort þau eru hlið-
stæð eða sérstæð:
hliðstæð í et.: mi ‘minn’, m ‘þinn’, su ‘hans, hennar, þess’
hliðstæð í ft.: nostre ‘okkar’, vostre ‘ykkar’, lor ‘þeirra’
sérstæð í et.: mie ‘minn’, tue ‘þinn’, sue ‘hans, hennar, þess’
sérstæð í ft.: nostre ‘okkar’, vostre ‘ykkar’, lore ‘þeirra’
SAGNORÐ
Persóna Sagnir taka hvorki persónuendingum né fleirtöluending-
og tala: um.
Tíð Nútíð hefur yfirleitt sama form og nafnháttur (sjá hér á eft-
(og horf): ir), nema af sögnunum esser ‘vera’, haber ‘hafa’ og vader
‘fara’, þar sem nútíðin er aðeins fyrra atkvæði sagnanna:
es, hav, vad.
Þátíð endar á -va sem bætist við síðasta sérhljóð nafnhátt-
arstofnsins:
crear ‘skapa’, crea-va ‘skapaði’; esser ‘vera’, esse-va
‘var’; haber ‘hafa’, habe-va ‘hafði’
Framtíð er mynduð með því að bæta endingunni -a með
áherslu við nafnhátt (þó án áherslumerkis í riti):
io crear ‘ég skapa’, io crear-a ‘ég mun skapa’
Háttur: Nafnháttur endar á -r með undanfarandi -a, -e, -i.
Boðháttur hefur einnig sama form og nafnháttur.
Viðtengingarháttur er ekki í interlingua. Hins vegar er tal-
að um skildagahátt og hann endar á -ea sem bætt er við
nafnhátt: io crear-ea ‘ég myndi skapa’.
Lýsingarháttur nútíðar endar á -nte næst á eftir síðasta sér-
hljóði nafnháttar: crear ‘skapa’, crea-nte ‘skapandi’. Á
undan þessari endingu breytist sérhljóðið -e- þó í -i-: ess-
er ‘vera’, essi-nte ‘verandi’. Lýsingarháttur þátíðar endar
á -te samkvæmt sömu reglum: crear, crea-te ‘skapað’, ess-
er, essi-te ‘verið’.