Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Qupperneq 58
56 Baldur Ragnarsson
9. Samanburður helstu planmála og mat á áhrifum þeirra og gildi
9.1 Um þróun málanna og gildi
Hér að framan hefur sjö planmálum verið lýst að nokkru. Eitt þeirra,
solresol, er að öllu leyti frumsamið og að engu leyti byggt á náttúru-
málunum. Hin sex eiga það sameiginlegt að orðstofnar eru þar að
mestu sóttir til vesturevrópskra mála. Samt er þar munur á. Orðstofn-
ar volapúks eru að mestu teknir úr ensku en með svo miklum breyt-
ingum að þeir eru sjaldan þekkjanlegir við fyrstu sýn. Það hefur ein-
kenni bæði frumsaminna mála og aðlagaðra mála og má því telja það
blandað planmál. Hin málin fimm, esperanto, ido, occidental, novial
og interlingua, eru öll aðlöguð mál í þeim skilningi að þau sækja orða-
forða og formgerðir til náttúrumálanna.
Esperanto hefur samt sérstöðu meðal þessara planmála, einkum
hvað varðar orðmyndun. Zamenhof tók sérstaklega fram að sérhvert
morfem í málinu, rót, forskeyti, viðskeyti og orðflokksending, væri í
raun sjálfstætt og óbreytanlegt. Þannig getur t.d. sama morfemið kom-
ið fyrir sem forskeyti eða viðskeyti eða verið stofn í nafnorði, lýsing-
arorði, atviksorði og sögn ef rökrétt merking leyfir. Af mal-, sem get-
ur komið fyrir sem forskeyti, má einnig mynda no. malo ‘andstæða’,
10. mala ‘andstæður’, ao. male ‘þvert á móti’, so. mali ‘vera andstæð-
ur’. Af kontrau, sem er í eðli sínu forsetning í merkingunni ‘á móti,
andspænis’, má mynda ýmis orð svipaðrar merkingar, svo sem no.
kontraúo, lo. kontraúa, ao. kontraúe, so. kontraúi. Jafnvel orð-
flokksendingar gefa kost á slíkum sveigjanleika. Þannig má í esperan-
totexta sjá orð eins og aseco, sem táknar þann eiginleika að vera í nú-
tíðinni, myndað af nútíðarendingunni -as, viðskeytinu -ec-, sem tákn-
ar eiginleika eða hugmynd, og nafnorðsendingunni -o. Þessi hæfni til
orðmyndunar mun einstæð meðal tungumála og kemur ekki aðeins
fram í rituðu máli. I töluðu máli má oft heyra slík orð sem verða þá til
á stundinni við tilteknar aðstæður. Svissneski málfræðingurinn Claude
Piron (1989) nefnir mörg slík dæmi í bók sinni La bona lingvo sem
hann hefur heyrt og skráð hjá sér. Sem dæmi má nefna orðin alsupri
og alvali sem hann heyrði í skíðabrekku. Alsupri er myndað af for-
setningunni al, til, atviksorðinu supre, uppi og merkir þá ‘fara upp’,