Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 67
Setningarstaða boðháttarsagna ífornu máli
65
(4) a. „Vil eg nú gerast vinur þinn fullkominn, Snorri, en þú tak við
eftirmálum um þræla mína er Amkell hefir drepa látið og mun
eg eigi mæla mér allar bætumar.“ (Eyrbyggja saga, s. 575)
b. „En fyrir bænarorð Jökuls sonar míns mun eg byrja mál þitt við
jarl en þú ver í leynum fyrst.“ (Vatnsdæla saga, s. 1848)
(5) a. Ingjaldur bað hann eigi þræta „og skulum við eiga kaup saman,
að þú sel manninn fram og lát mig eigi þurfa þraut til en eg hefi
hér þrjár merkur silfurs er þú skalt eignast." (Laxdœla saga, s.
1551)
b. „Það ræð eg að þú ger hvort þér líkar en eigi mun eg banna
rekkjuna náttlangt.“ (Gísla saga Súrssonar, s. 860)
Megintilgangur þessarar greinar er að vekja athygli á þessum dæmum,
°g setja fram hugmyndir um eðli þeirra breytinga sem orðið hafa á
setningarstöðu boðháttar frá fomu máli til nútíma.
Ég mun eingöngu nota dæmi um boðhátt í 2. persónu eintölu. í
textasafni mínu (sjá 2. nmgr.) má einnig finna fjölda dæma þar sem
líklegt virðist að boðháttur í 2. persónu fleirtölu sé á ferðum:
(6) a. „Nú munum við Bárður son minn náttsæta líkin en þér farið
með þá er lífs em og vinnið þeim beina.“ (Droplaugarsona
saga, s. 360)
b. „Munum við semja mál með okkur en þið farið nú vel“ (Fljóts-
dœla saga, s. 694)
c. „Eg á skuld að heimta hér á einum bæ litlum“ - og nefndi bæ-
inn - „og vil eg þangað ríða og heimta skuldina en þér ríðið eft-
ir tómlega.“ (Gísla saga Súrssonar, s. 873)
(7) a. Nú er það mitt ráð við Gunnar að þér farið norður í vor á tveim
skipum, tólf á hvom. (Króka-Refs saga, s. 1528)
b. En þó að yður þyki nú mjög á liðið sumar þá vil eg þó það ráða
yður að þér látið á brott héðan því að hér er fólk ótrútt og illt
viðureignar. (Eyrbyggja saga, s. 622)
Þessar setningar virðast mjög sambærilegar við margar setningar með
otvíræðri eintölumynd boðháttarsagnar, sbr. (4) og (5). En vegna þess