Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 71
69
Setningarstaða boðháttarsagna í fornu máli
Greiningu á slíkum setningum má víða finna, t.d. hjá Halldóri Ár-
manni Sigurðssyni (1989, 1990). Yfirleitt er gert ráð fyrir að í þessum
setningum standi sögnin í T-básnum (höfði tengiliðar), en ákvarðara-
básinn þar fyrir framan sé tómur.4 Og þó - kannski ekki alveg tómur.
Orðaröð já/nei-spuminga er nefnilega yfirleitt skýrð með sérstökum
óhlutstæðum virkja (operator) sem standi í ákvarðarabás tengiliðar
(TL) fremst í setningu, og beri tiltekinn spumarþátt.5 Á sama hátt er
hægt að lýsa öðrum setningagerðum sem hefjast á sögninni. Þannig
gerir Halldór Ármann Sigurðsson (1989:150) því skóna að í íslensk-
um boðháttarsetningum sé sérstakur boðháttarvirki án hljóðforms í
ákvarðarabás; og sömuleiðis gerir hann ráð fyrir sérstökum „fram-
haldsvirkja“ (continuity operator) í setningum með frásagnammröðun
(1989:150, 1990:62).
Þessir virkjar teppa þá ákvarðarabásinn, þannig að þangað getur
enginn annar liður færst. En jafnframt er yfirleitt gert ráð fyrir því að
virki í ákvarðarabás TL dragi sögnina til sín, þannig að hún færist í T-
básinn (sjá t.d. Halldór Ármann Sigurðsson 1990:62; Þórhall Eyþórs-
son 1997-98:147). Með þessu móti hlýtur sögnin að standa fremst í
yfirborðsgerð þessara setninga. Þetta er sýnt hér í (10), þar sem SP er
látið tákna spumarvirkja, FRH framhaldsvirkja og BH boðháttar-
virkja.
4 Samkvæmt greiningu Eiiíks Rögnvaldssonar og Höskuldar Þráinssonar (1990) á
fá/ne/-SpUrnjngUm 0g semingum með frásagnarumröðun er sögnin þar í beygingar-
básnum og frumlagið í ákvarðarabás sagnliðar (þ.e., færslur bæði sagnar og frumlags
eru einni færri en hér er gert ráð fyrir). Ekkert er því til fyrirstöðu að lýsa boðháttar-
setningum í nútímamáli á sama hátt með þeirri greiningu.
5 Það má hugsa sér að þessi virki geti stundum hljóðgerst í orðinu hvort íjálnei-
sPurningum í fomíslensku, í setningum eins og í (i):
Ö)a. „Hvort er Flosi svo nær að hann megi heyra mál mitt?“ (Brennu-Njáls saga, s.
280)
b- „Hvort er Önundur sjóni hér í þingbrekkunni?" (Egils saga Skalla-Grímssonar,
s. 509)
c- „Hvort er fagurt skarð í vör Skíða?“ (Svaifdœla saga, s. 1823)
Hér verður þó að benda á að spumingar af þessu tagi eru sjaldgæfar í fomu máli;
'angoftast em )á/nei-spumingar þar án spumarorðs eins og í nútímamáli.