Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 74
72 Eiríkur Rögnvaldsson
e. „Þenna grip vil eg hafa til míns bús en þú haf annað fé í móti.“
(Þorsteins saga Síðu-Hallssonar, s. 2063)
f. „En þú lát sem þú vitir eigi.“ (íslendinga saga, s. 247)
g. Nú mun eg þetta allt handsala þér en þú mæl eftir þræla mína
og fylg því svo skörulega að þú vaxir af en þeir þykist ofgert
hafa er mig svívirtu. (Eyrbyggja saga, s. 575)
h. „Hversu sem það er þá vil eg þetta verðkaupið en þú ráð
hverja sæmd þú leggur henni.“ (Svarfdœla saga, s. 1813)
i. „Nei,“ kvað hann Gellir, „heldur vil eg segja upp sættina en þú
sit fyrir svörunum." (Bandamanna saga, s. 42)
j. „En þó mun eg að styðja,“ sagði Þorgeir, „en þú ver fyrir mál-
inu.“ (Ljósvetninga saga, s. 1656)
Allar þessar boðháttarsetningar hefjast á aðaltengingunni (gagnstæð-
istengingunni) en, og í þeim flestum er verið að stilla upp andstæðum;
ég geri þetta en þú gerir eitthvað annað. Ég hef alls fundið um 30 slík
dæmi í textasafni mínu, en dæmi þar sem boðháttarsögnin kemur næst
á eftir en, eins og hún verður að gera í nútímamáli, eru þar mun færri,
þótt þau komi vissulega fyrir:
(13)a. „Hafi sá fé þetta, lönd og lausaaura, er sigur fær en ver þú
hvers mann níðingur ef þú þorir eigi.“ (Egils saga Skalla-
Grímssonar, s. 445)
b. „En eg mun enn hlíta búm mínum og fara ekki til Hofs en haf
þú mikla þökk fyrir heimboðið.“ (Vopnfirðinga saga, s. 2006)
c. „En hafðu ráð mitt að því þó að þér þyki sem er að eg er ung-
ur.“ (Fljótsdæla saga, s. 691)
d. „En vertu eigi lengur en lokið er kertinu og mun þá hlýða.“
(Bárðar saga Snœfellsáss, s. 70)
Á hinn bóginn hef ég ekki fundið nein dæmi þar sem frumlag fer á
undan boðháttarsögn í upphafi málsgreinar eða á eftir aðaltengingunni
og. Þetta er í samræmi við það sem Falk & Torp segja (1900:289):
Ved imperativ sættes i oldnorsk pronomenet foran kun naar det særlig
fremhæves, og kun ved en: en þú, Egill, hátta svá ferðum þínum.
í fomdönsku og fomsænsku virðist þessi orðaröð hins vegar einnig