Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 75
73
Setningarstaða boðháttarsagna ífornu máli
koma fyrir í ótengdum setningum, þótt óljóst sé af lýsingum hversu al-
gengt það er. í beinu framhaldi af ofangreindri lýsingu Falks & Torps
segjaþeir (1900:289):
I ældre dansk sættes subjektet oftere f0rst: thu kynd hannum [...].
Og Wessén (1965:121) hefur þetta að segja um fomsænsku:
Sarskilt utsattes subjektet, dá det skall framhávas, och dárför ár tryck-
starkt. Ex.: Tw gör aff thenna, huat tu gither! [...] Att dárutöver ett obe-
tonat du eller / utsáttes vid imperativ, ár karakteristiskt för folkvisestil.
Ex.: Tw álska frihet mer án gull! Tw tak tik wel til wara! [...].
3-2 Atviksliður á undan boðháttarsögn
En fleira kemur til; það er líka nokkuð um það í fomu máli að at-
viksliðir standi á undan boðháttarsögn. Þetta em langoftast tímaliðir af
einhverju tagi, enda er það eðlilegt; í setningunum er verið að gefa
skipanir eða leiðbeiningar um athafnir á einhverjum tilteknum tíma.
(14)a. „Þá bið þú Guðríðar Högnadóttur til handa mér,“ segir Grím-
ur, „ef þú vilt að eg sé hjá þér.“ (Harðar saga og Hólmverja,
s. 1256)
b. Og þá far þú aftur um Bolungarvöll og kom á Víðivöllu til
fundar við sonu Hallsteins og bið þá hingað koma ef þeir vilja
hefna föður síns. (Droplaugarsona saga, s. 357)
c. „Þá taktu þvílíka vöm sem þeir gera til handa þér, Oddur og
Amgrímur.“ (Hœnsna-Þóris saga, s. 1421)
d. „Síðan kom þú mínu máli sem framast máttu en að lyktum
þá neitaðu konungdóminum einum.“ (Haralds saga Sigurð-
arsonar, s. 640)
e. „Síðan ríð þú í braut og ríð Laxárdalsheiði og svo til Holta-
vörðuheiðar því að þín mun eigi leitað til Hrútafjarðar ...“
(Brennu-Njáls saga, s. 134)
f. „Síðan taktu klæði þín og vopn og lát það til reiðu.“ (Kjalnes-
inga saga, s. 1453)
g. „En þó gakk þú að finna konung áður þú farir.“ (Brennu-Njáls
saga, s. 129)
h. „Nú skaltu fara í friði fyrir mér hvert er þú vilt vetrarlangt en