Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 76
74 Eiríkur Rögnvaldsson
að sumri far þú út til íslands því að þar mun þér auðið verða
þín bein að bera.“ (Grettis saga Asmundarsonar, s. 1017)
i. „En á morgun er þú ert klæddur gakk út á holt það er hjá
þingstaðnum er þar sem götur mætast.“ (Hallfreðar saga
vandræðaskálds, s. 1217)
Setningar af þessu tagi eru útilokaðar í nútímaíslensku, eins og lesend-
ur geta sjálfir fullvissað sig um.7 Að því leyti er íslenska ólík þýsku,
sem leyfir andlög og atviksliði á undan boðháttarsögn, enda þótt hún
leyfi tæplega annarrar persónu fomafn í þeirri stöðu (sjá t.d. Platzack
& Rosengren 1997).
í sjálfu sér þurfa dæmin í (12) og (14) ekki endilega að stríða gegn
þeirri hugmynd sem lýst var í 2.2, að boðháttarsagnir standi ævinlega
í T. Liðurinn sem stendur á undan sögninni, hvort sem það er frumlag
eða atviksliður, gæti hugsanlega staðið í ákvarðarabás tengiliðar.
Formgerð þessara setninga væri þá hin sama og formgerð venjulegra
fullyrðingarsetninga með framsöguhætti, sem sýnd var í (8) hér að
framan. í nútímamáli er hins vegar gert ráð fyrir að umræddur ákvarð-
arabás sé tepptur í boðháttarsetningum vegna þess að þar sitji óhlut-
stæður boðháttarvirki, sbr. (10) hér að framan. Það er því ljóst að sú
skýring getur ekki að óbreyttu náð yfir setningamar í (12) og (14).
Reyndar er það svo að langflestar þeirra setninga sem hafa at-
vikslið á undan boðháttarsögn (u.þ.b. 2/3) hefjast á nú, sem yfirleitt
virðist þar merkingarlítið; þ.e., ekki hafa mikla tíðarmerkingu. Um
þetta eru dæmi í (15):
(15)a. „Nú bú þú til málið en eg mun við taka í sumar á þingi.“
(Vatnsdœla saga, s. 1899-1900)
b. „Nú haf þú ráð mitt um þetta og ver hér eigi lengur en eg legg
ráð til.“ (Þorsteins saga hvíta, s. 2059)
c. „Nú lát hann oma sér og fær hann síðan til sels vors.“ (Ljós-
7 Hér er sleppt setningum með sambandinu ef... þá, sem ganga einnig í nútíma-
máli. Slíkar setningar eru allmargar í textasafni mínu, t.d.:
(i) „Nú ef þú vilt áfram halda þá far þú út í Haganes í Fljót til Bjamar vinar míns.“
(Grettis saga Asmundarsonar, s. 1077)