Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Side 77
75
Setningarstaða boðháttarsagna í fornu máli
vetninga saga, s. 1686)
d. „Nú tak þú aftur gleði þína hæfilega." (Ljósvetninga saga, s.
1668)
e. „Nú ver ef þú vilt og ábyrgst þig sjálfur hvað sem í kann ger-
ast.“ (Sneglu-Halla þáttur, s. 2218)
f. „Nú láttu í móti þeim jafnmarga þína húskarla og vitum hvor-
ir þar láti undan öðrum.“ (Finnboga saga ramma, s. 670)
g. „Nú segðu hvað ógleði þinni veldur.“ (Eiríks saga rauða, s.
528)
h. „Nú far þú heim og kom á bæ þann er heitir á Fáskrúðsbakka
í miðju héraðinu.“ (Vopnfirðinga saga, s. 2002)
i. „Nú farðu og seg öðrum þessi tíðindi þín því að eigi deyfist
hugur minn við mart.“ (Fljótsdœla saga, s. 696)
E.t.v. mætti hugsa sér að segja að nú sé hér ekkert venjulegt atviksorð,
heldur hljóðgerving boðháttarvirkjans, sem annars er venjulega án
hljóðforms.8 Þá standa þó enn eftir nokkrar setningar þar sem ekki
liggur eins beint við að telja upphafsliðinn boðháttarvirkja, eins og flest
dæmin í (14) hér að framan. En jafnvel þótt það væri gert þyrfti enn að
skýra það að slíkur virki gat haft hljóðform í fomu máli en ekki nú.
3-3 Boðháttur í aukasetningum
Fleira kemur þó til sem mælir gegn því að boðháttarsagnir í fomu máli
hafi ævinlega þurft að standa í T. Ef sú væri raunin ætti boðháttur ekki
að geta komið fyrir í aukasetningum fremur en ýá/ne/'-spumingar og
frásagnarumröðun, eins og bent var á í 2.2, vegna þess að þar situr
8 Halldór Ármann Sigurðsson (1989:298) er ekki fjarri því að segja eitthvað svip-
að í sambandi við frásagnarumröðun:
Sentences of this sort normally have the same reading as corresponding sen-
tences with a ‘consequence-adverb’ or a ‘continuity-adverb’ in [Spec, CP],
most typically því ‘thus’, þá ‘then’, nú ‘now’ (these adverbs are often ‘adver-
bial dummies’ of a sort). Thus, it is tempting to assume that NI involves a null-
operator in [Spec, CP]. If that is correct, the operator ‘binds’ or takes scope over
the whole sentence, like overt adverbial operators in [Spec, CP].
Eins og Halldór bendir á mætti tengja þetta við hvort, sem nefnt var hér að framan (í
5. nmgr.) sem hugsanleg hljóðgerving spumarvirkja.