Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 78
76 Eiríkur Rögnvaldsson
aukatengingin fyrir í T-básnum. En það óvæntasta við stöðu boðhátt-
arsagna í fomu máli er einmitt að þær koma fyrir í aukasetningum -
nánar tiltekið í skýringarsetningum. A það benda Falk & Torp
(1900:192);
En eiendommelighed er, at imperativ (ligesom i oldsaksisk, og i oldhpi-
tysk ved ,,tuon“) ogsaa kan forekomme i en med at indledet bisætning:
þat rœð ek þér, at þú bið Helga duga þér.
Sjá einnig Nygaard (1917:30) og Iversen (1973:147). Sama máli
gegnir um fomsænsku, eins og fram kemur hjá Wessén (1965:144):
Nágon gáng kan imperativ förekomma i bisats, i att-satser efter verb,
som betyder ‘bedja, bjuda, befalla’. Ex.: Tha sagdhe then ene: „Skip, jak
byudhir thik widh Gudz ordh ... at thu kom hit oc föör oss ofwir wat-
nit!“ [...]. Jak bidhir thik, at thu, mildasta iomfru, bidh for mik oc hielp
mik at faa j hymerike roo [...].
Fáein dæmi úr fomíslensku em sýnd hér í (16):
(16)a. „Gerðu annaðhvort,“ sagði húskarl, „að þú far á brott eða
gakk inn og ver hér í nótt.“ (Hænsna-Þóris saga, s. 1428)
b. „Það ráð mun eg þér kenna að þú far eigi lengra en nú ertu
kominn og ætla eg þetta vera heilræði.“ (Guðmundar saga
dýra, s. 149)
c. „Það mun eg þér ráða að þú fínn Helga Ásbjamarson og skor-
ir á hann að hann rétti þitt mál.“ (Droplaugarsona saga, s.
356)
d. „Nú vil eg bjóða þér lög,“ segir Gunnlaugur, „að þú gjalt mér
fé mitt eða gakk á hólm við mig ella á þriggja nátta fresti.“
(Gunnlaugs saga ormstungu, s. 1176)
e. „Þess bið eg þig frændi,“ segir Gyða, „að þú lát hér eigi ræna
og eigi gera hervirki en hafið héðan slíkt sem þér þykist þurfa
í birgðum í heimuld.“ (Þorgils saga skarða, s. 604)
f. „Nú ger þú svo mannlega að þú rek þá brottu svo að við
þörfnumst eigi allra góðra hluta ...“ (Þorvalds þáttur víðförla,
s. 2326)
g. „Eg vil eiga kaup við þig Auður,“ segir hann, „að þú seg mér