Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 79
77
Setningarstaða boðháttarsagna í fornu máli
til Gísla en eg mun gefa þér þrjú hundruð silfurs þau sem eg
hefi tekið til höfuðs honum.“ (Gísla saga Súrssonar, s. 890)
h. „Ger þú annaðhvort að þú sel þá fram ella munum vér brenna
upp bæinn.“ (Ljósvetninga saga, s. 1689)
i. „Nú ger þú svo mannlega að þú sit heldur að eignum þínum
hér.“ (Ólafs saga helga, s. 399)
j. „Verða kann það,“ segir Amkell, „en það vil eg við þig mæla,
Þórarinn frændi, að þú ver með mér þar til er lýkur málum
þessum á nokkum hátt.“ (Eyrbyggja saga, s. 557)
Eins og áður sagði var það meginreglan í fomu máli að boðháttarsögn
staeði fremst í setningu, eins og hún gerir alltaf í nútímamáli; dæmi þar
sem fmmlag eða atviksliður stendur á undan boðháttarsögn, eins og í
(14) 0g (16), em tiltölulega fá. Því er athyglisvert að síðamefnda röð-
m er einhöfð í aukasetningum; boðháttarsögn í aukasetningu stendur
alltaf á eftir frumlaginu, en aldrei fremst í setningunni (næst á eftir
lengingunni). Ef setningagerðir sem hefjast á sögninni em leiddar út
með því að færa hana í T-básinn, eins og haldið var fram í 2.2, er þetta
einmitt það sem við er að búast; í aukasetningum situr aukatengingin
Þaú og því kemur færsla sagnarinnar þangað ekki til greina.9
3-4 Staða boðháttarsagna íformgerðinni
Erögum nú saman meginatriðin í því sem fram hefur komið til þessa.
(i^)a. f nútímamáli er orðaröð boðháttarsetninga (sögn í fyrsta sæti)
skýrð með því að óhlutstæður boðháttarvirki standi í ákvarð-
arabás TL, en boðháttarsögnin í T-básnum (sjá (10)).
t>- I nútímamáli kemur boðháttur ekki fyrir í aukasetningum; það
Að vísu væri hugsanlegt að höfða hér til þeirrar greiningar sem venjulega hefur
Venð notuð til að skýra kjamafærslu í aukasetningum. Hún ætti nefnilega ekki að geta
verið til samkvæmt lýsingunni í 2.2 hér að framan (sjá (10)), vegna þess að þeir liðir
sem færðir eru fremst í slíkum setningum verða að fara fram fyrir T, eins og bent var
^ hér á undan. Til að snúa sig út úr því hafa menn gert ráð fyrir því sem kallað er tvö-
0|dun tengiliðar (CP recursion), þar sem tengiliðurinn er tvítekinn, og sögnin stend-
Ur i neðri T-básnum, en aukatengingin í þeim efri. Þetta er sýnt í (i) á næstu síðu: