Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 85
83
Setningarstaða boðháttarsagna ífornu máli
(Ólafs saga helga, s. 398)
c. Þórður kvað hann hafa skyldu erindi sitt sem hann beiddi „og
vil eg eigi fyrir hafa nema vingan því að þú skalt koma í
Hólm er þú ferð heim og seg að þú munt koma síðar að vitja
geldfjár“. (Bjarnar saga Hítdælakappa, s. 100-101)
(25)a. Ég segi að þú mátt ekki gera þetta!
b. Eg er að segja að þú skulir samt gera þetta!
c- Ég endurtek að þú átt að gera þetta!
betta sýnir að frá merkingarlegu sjónarmiði er vel hugsanlegt að túlka
aukasetningar sem skipanir, enda þótt þær hafi ekki að geyma sögn í
boðhætti - og þá væntanlega ekki heldur neinn boðháttarvirkja. Fjar-
Vera boðháttar í aukasetningum í nútímamáli hlýtur því að vera setn-
lngafræðilegs eðlis, eins og áður er haldið fram, en verður ekki skýrð
með tnerkingarlegum ástæðum.
^■2 Valfrjáls boðháttarvirki?
Tilgáta mín er því sú að boðháttarvirkinn hail verið valfrjáls í boð-
háttarsetningum í fomu máli; gat verið í setningum með boðháttar-
s°gn, en þurfti þess ekki. Ef hann var ekki til staðar gat boðháttur
komið fyrir í aukasetningum, því að ekkert dró sögnina þar að T-básn-
Um; aðalsetningar gátu haft fmmlag á undan boðháttarsögn, því að
ekkert togaði sögnina fram fyrir fmmlagið; og aðalsetningar gátu haft
atviksliði á undan aðalsögn, því að ekkert teppti ákvarðarabás
tengiliðarins.n
Hér er rétt að benda á að þótt orðaröð boðháttarsetninga í fomu
í stað þess að gera ráð fyrir valfrjálsum boðháttarvirkja stingur yfirlesari upp á
..hann hafi getað verið viðhengi við BL í fomu máli. Sú staðsetning gæti skýrt
lst setninga með frumlag eða atvikslið á undan sögn, þar sem boðháttarsögn virð-
standa í B-básnum, því að virkjar virðast yfirleitt tengjast höfði þess liðar sem hýs-
lr Pá (sbr. t.d. Halldór Ármann Sigurðsson 1990:62). Eftir sem áður þyrfti þó að gera
grein fyrir því hvenær og hvers vegna boðháttarvirkinn stendur í ákvarðarabás TL og
enaer og hvers vegna hann tengist BL; og einnig þyrfti að skýra hvers vegna boð-
attarvirkinn getur ekki lengur tengst BL, heldur verður að standa í TL. Það er vel
gsanlegt að þetta megi gera á sannfærandi hátt, en að svo stöddu sé ég ekki að slík
nin§ hafi neina kosti fram yfir þá sem sett er fram í meginmálinu.