Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 86
84 Eiríkur Rögnvaldsson
máli sé ekki föst, eins og hún er í nútímamáli, er hún alls ekki tilvilj-
anakennd - a.m.k. ekki að öllu leyti. Eins og áður segir hef ég ekki
fundið nein dæmi um það í fomu máli að frumlag komi á undan boð-
háttarsögn í upphafi málsgreina eða á eftir og. Einu dæmin þar sem
fmmlag kemur á undan boðháttarsögn í aðalsetningum em úr setning-
um sem hefjast á en\ og raunar em dæmin um að frumlag fari á eftir
sögninni í e/7-setningunum sárafá.12
Það er því athyglisvert að hliðstætt mynstur er að finna í fomu máli
Annar möguleiki er sá að boðháttarvirkinn hafi í raun alltaf verið til staðar í ákvarð-
arabás TL í boðháttarsetningum, en í fomu máli hafi hann ekki alltaf megnað að draga
til sín sögnina, eins og hann verður að gera í nútímamáli. Þetta mætti hugsanlega út-
færa nánar með hliðsjón af nýrri straumum í setningafræði (sbr. t.d. Chomsky 1993),
og gera ráð fyrir að það valfrelsi sem þama kemur fram stafi af mismunandi styrk
þeirra þátta sem máli skipta, annaðhvort á boðháttarvirkjanum eða boðháttarsögninni.
Þeir hafi getað verið ýmist veikir eða sterkir, og ef þeir voru sterkir þurfti boðháttar-
sögnin að færast setningafræðilega, en ef þeir vom veikir mátti sögnin sitja kyrr í setn-
ingagerðinni, en færðist aðeins í rökformi setningarinnar. Þennan breytilega styrk
þátta þyrfti þá að vera hægt að tengja við eitthvað annað í málinu, bæði til að skýra
það valfrelsi sem fram kemur í fomu máli og eins hvarf þessa valfrelsis. Ég hef ekki
séð neina leið til að gera það, þótt ég geti vitaskuld ekki útilokað að það sé hægt.
12 Hér má einnig benda á að í nútímamáli er ekki hægt að hafa boðhátt í aðalsetn-
ingum sem hefjast á enda, þó svo að á eftir enda standi sögnin ævinlega á undan fmm-
laginu, eins og kunnugt er (sjá t.d. Eirík Rögnvaldsson 1987). í fommáli em aftur á
móti dæmi um að boðháttarsögn fari á eftir enda, eins og hér sést:
(i)a. „En það er til bóta að þú munt slíkan á baugi eiga brátt enda tak þú nú öxi þína
er hér hefir verið.“ (Brennu-Njáls saga, s. 169)
b. „Enda far nú vel og heil, dóttir mín.“ (Eiríks saga rauða, s. 524)
c. „Fór Bergur þá lútari, bikkjan, er eg sló hann svo að hann féll við, enda kom þú
nú til hólmstefnunnar ef þú hefir heldur manns hug en merar." (Vatnsdœla saga,
s. 1884)
d. „Þigg þú líf þitt af mér enda vertu mér trú.“ (Gunnars saga Keldugnúpsfífls, s.
1152)
E.t.v. gæti þetta bent til þess að „atviksskýring" Halldórs Ármanns Sigurðssonar
(1994) ætti við rök að styðjast. Samkvæmt þeirri greiningu stendur enda í ákvarðara-
bás tengiliðar. Þá getur boðháttarvirki ekki setið þar, og ef boðháttarvirki er nauðsyn-
leg forsenda boðháttarsagnar í nútímamáli, þá leiðir af sjálfu sér að boðháttur og enda
fara ekki saman. Hafi boðháttarvirki hins vegar ekki þurft að standa með boðháttar-
sögn í fomu máli er ekkert undarlegt að þar getur enda staðið í upphafi boðháttarsetn-
ingar.