Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 89
87
Setningarstaða boðháttarsagna ífornu máli
inssonar og Þóru Bjarkar Hjartardóttur (1986), ritgerð Þóru (1993),
grein Halldórs Ármanns Sigurðssonar (1993), bók Jans Terjes Faar-
lunds (1990), o. v. Ég hef reyndar talið mig sýna fram á (Eiríkur Rögn-
valdsson 1995) að fullyrðingar um að fomíslenska hafi verið form-
gerðarlaust mál séu úr lausu lofti gripnar, og stend enn við það; en eigi
að síður finnst mér margt benda til að einhvers konar munur í þessa átt
sé á fommáli og nútímamáli.
I stuttu máli er niðurstaðan þessi: í fomu máli þurfti boðháttarsögn
ekki nauðsynlega að standa í tengibás, eins og nú, heldur gat stað-
næmst í beygingarbás. Þess vegna vom boðháttarsetningar mun fjöl-
ðreyttari en nú; bæði frumlag og atviksliðir gátu staðið á undan boð-
háttarsögn í aðalsetningum, og boðháttur (með frumlag á undan sögn)
kom fyrir { aukasetningum. Einhvem tíma eftir miðja 16. öld hætti
ðoðháttarsögn að geta staðið annars staðar en í tengibás, og þar með
hurfu framantaldar setningagerðir. Hér hefur verið stungið upp á því
að í fomu máli hafi boðháttarvirki ekki verið skyldubundinn fylgifisk-
Ur boðháttarsagnar, og þess vegna hafi sögnin ekki alltaf þurft að fær-
ast 1 tongibás. í nútímamáli er boðháttarvirkinn hins vegar órjúfanlega
tengdur boðháttarsögn. Ekki er fullljóst hvemig skýra beri þessa
breytingu, en eðlilegt er að líta á hana í samhengi við ýmsar aðrar
breytingar sem hafa stefnt að því að áhrif formlegra þátta á setninga-
§erð málsins aukist, á kostnað merkingarlegra og málnotafræðilegra
þátta.
TEXTAR
hlendinga sögur, ritstj. Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Öm-
° fur Thorsson. Svart á hvítu, Reykjavík, 1985-86:
Bandamanna saga, BárÖar saga Snœfellsáss, Bjarnar saga Hítdœlakappa,
Brennu-Njáls saga, Droplaugarsona saga, Egils saga Skalla-Grímssonar, Eiríks
saga rauöa, Eyrbyggja saga, Finnboga saga ramma, Fljótsdœla saga, Gísla
saga Súrssonar, Grettis saga Ásmundarsonar, Gunnars saga Keldugnúpsfífls,
Gunnars þáttur Þiðrandabana, Gunnlaugs saga ormstungu, Hallfreöar saga
vandrœðaskálds, HarÖar saga og Hólmverja, Hœnsna-Þóris saga, Kjalnesinga
saga, Króka-Refs saga, Laxdœla saga, Ljósvetninga saga, Sneglu-Halla þáttur,
Svarfdœla saga, Vatnsdœla saga, Víglundar saga, VopnfirÖinga saga, Þorsteins
saga hvíta, Þorsteins saga SíÖu-Hallssonar, Þorvalds þáttur vtðförla.