Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 103
101
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
Lífsins hiti tvennur
Nóta um orðið sofn og um metafóru í taknleik tvíbendingar
DAVÍÐ ERLINGSSON
Orðið sofn eða orðhlutinn sofn- getur hver málskólaður íslendingur
sagt sér að mundi að öllum líkindum vera kvistur á sama meiði og
sterka sögnin sofa og það annað sem af þeirri rót er runnið. En um
ósamsetta nafnorðið sofn leiðir hljóðmyndin mann til rangrar ályktun-
ar um ættemið. Um það hefur lengi verið haft fyrir satt, sem lesa má í
orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989, sjá undir uppfletti-
°rðinu sofrí), að það komi fram í heimildum um 1700 og merking þess
sú ‘eins konar ofn sem melkorn var þurrkað í; magn melkoms sem
þurrkað var í einu’. Orðið kemur einnig fram í færeysku og norsku
uiáli og það telst með vissu vera tökuorð úr fomri írsku, sorn, sömu
uierkingar, en það virðist hljóta að vera sama orð sem lat. furnus
bakstursofn’.
í gömlu uppflettiriti um klassískar bókmenntir og heim þeirra
(Harvey 1986, sjá undir Fornácalia og Quirinus) ber fyrir sjómr or-
Htla fróðleiksgrein um rómverskt hátíðarhald sem nefndist Fomacal-
ia> en svo nefndist í rómverskum trúarbrögðum hræranleg hátíð sem
haldin var í fyrra hluta febrúarmánaðar til heiðurs Fomax (svo nefni-
fallið), sem var gyðja ofna. Dagur var settur í hverju af hverfum Róm-
91 til þessarar minningar og var fólki skylt að rækja hana. En yrði ein-
hverjum á að gleyma og vanrækja, var svo á kveðið að hann mætti
hafa um hönd helgisiðina til heiðurs ofngyðjunni á degi Quirinusar 17.
febrúar, ásamt með Quirinalia-haldinu, og var sá dagur af þessum sök-
Uru kallaður ‘flónafrí’ (lat. Stultorum Feriae). En þeim sem ekki vita
er að segja að Quirinus þessi mun hafa verið guð Sabína-samfélagsins
á þeim slóðum sem urðu nefndar Quirinusarhæð, en Sabínabærinn
varð að vísu hluti af Rómaborg og var Quirinus þá ríkisguð við hlið-
ina á Júpíter og Mars. Ekki meira um þetta, nema við sjáum að sama
°rðið um bakstursofn muni vera stofninn í gyðjuheitinu, að öllum lík-
indum.
Ekki er í fljótu bragði að sjá hjá Harvey að neinn kostur muni vera
á sundurgreinandi fróðleik um það hvað alþýða manna í Rómaborg
Flenskt mál 22 (2000), 101-106. © 2001 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.