Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 104
102
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
hafi einkum gert til heiðranar gyðjunnar Fomácis og sér sjálfum til
fagnaðar á þeim tyllidögum sem nefndir vom. Einhvem veginn kem-
ur hugmyndin sjálf um Fomácis-gleði (eða sofnsfreyjuhelgi) mér til
að leita nú uppmnasinnaðrar orðabókar um ensku til að fletta upp á
sagnorðinu fornicate. Verður þá ekki fyrir mér lakari bók en orðsifja-
bók Skeats (1953). Hann segir sögnina merkja ‘að gera ljótt’ (‘to com-
mit lewdness’1), nefnilega hitt, og komi hún ekki fram í heimildum
fyrr en um miðja 16. öld. Hann bendir á að sögnin sé ljóslega nafn-
leidd, enda komi orðin fornication (víst fyrst í Kantaraborgarsögum
Chaucers) og fornicator (tfrdfornicatour í Piers Plowman) fyrir áður,
eins og þessar tilvitnanir sýna. Sýnilega hafi þessi orð borist úr
frönsku, sem áður hafi haft þau úr latínu, og standi þau á hluttaks-
orðsmyndinni fornicátus af sögninni fornicari, sem merki ‘to seek a
brothel’, nefnilega ‘ganga í hómhús’. Nú skýrir Skeat að gmnnur þess-
ara orða, nefnilega fornic- á latínu, er samur sem orðið fornix, sem
merkir (1) hvelfingu eða boga en (2) hómhús. Og kemur hann að því
með mikilli varfæmi að þetta geti nú átt skylt við (“Perhaps allied
to...” segir hann) það orð sem á ensku er skrifað furnace, sbr. á
fomri latínu fornus, síðari latínu furnus ‘an oven (of vaulted shape)’.
Ég er ekki viss um hvort sú varfæmi sem hér var nefnd stafar af
fleimm sökum en af þeim almennu fræðilegu sjálfs-álögum orðabók-
arsmiða og margra annarra málfræðinga að vera og láta sem hið sym-
bólska merkingarstarf í tungumálinu sé eiginlega varla til, það hlut-
verkssvið í tungumálinu sem tjáir tilfinningalegar og sjálfs- og heims-
myndarlegar afstæður, oft í táknum (symbólum) sem vísa víðara en
nokkrar takmarkaðar og bærilega orðabókartækar merkingar, og tjá
meiningar sem virðast vera manninum sjálf stofnþekking hinnar fé-
lagslegu veruleikaskynjunar hans. I þessu hlutverki eru yfirfæringar
(metafórur) oft mjög að verki. Auðvitað hlýtur þama að vera samband
á milli. Ofn með slíku lagi inngangsins vættir mig að margur hafi sá
séð sem keypt hefur sér pizzu á ítölskum stað, með bökunarofninum
1 Orðið lewdness minnir á hve slík siðferðileg merki-orð með heimsmyndarlegri
skírskotun geta um leið verið stéttvísandi. Lýsingarorðið lewd ‘gróflega dónalegur’
var í fomensku læwede og merkti þá ‘leikur’, í andstöðunni milli leikur og lærður
(sbr. Holthausen 1974).