Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Side 105
103
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
sem smáhúsi úr tígulsteini (leiri), þar sem bakarinn lætur spaðann
ganga út og inn á löngu skafti. Engin þörf væri að deila við þann skiln-
mg að vændiskonur muni hafa getað haft sér skjól sín að baki boga-
gættum undir hvelfingum lágum og óhöfðinglegum. En á hitt er þörf
að benda að stundum er ekki að sjá af verkum orðabókarhöfunda að
að þeim geti hvarflað sú alkunna metafórulist tungumálsins að orð
fara og vísa á milli hluta líkama og hluta umhverfis, fram og aftur.
Metafóran er þó ekki sjaldhafnaraðferð heldur helsta eða eitt helsta
tæki mannsins til kennslburðar á það og til flokkunar þess sem hann
beinir viti sínu að, í því mikla vitsmunastarfi að reyna að þekkja sjálf-
an sig 0g heiminn. Mons Veneris, munaðarhóll eða munaðames, er í
sjálfu sér beinbogi eða -hvelfing, holdi þakin og hári og vitanlega op
a- Við samfarir karls og konu liggur leið „litla mannsins1 (sbr. að hann
er nefndur/é/ag/, ætlanlega hans) um gásina inn skapagöngin. Mér er
sPum hvort menn geti látið telja sér trú um að vitund tungumálsins
skynji ekki hliðstæðuna milli ofnsins (fornax, og um leið hvelfingar-
innar fornixÝ °g kvenskapa, milli þess tvenns sem maðurinn (kk. og
^vk.) „hefur hitann úr“ að því leyti tvennu sem skiptir hann mestu til
lífsins, nefnilega að því er varðar mat (fæðslu) og kynlíf (þar með
tínigunina); hvorski má hann án vera.
Það er aðalerindi þessa máls að benda á það undur að merkinga-
leikurinn eða metafóruvitundin í tungumálinu virðist vera svo rík
eða a.m.k. hafa verið það — að þegar miðjarðarmenningarorðið/orn-
us/furnus dreifðist með hlutnum til fjölmargra þjóða, og íslendingar á
uiiðöldum höfðu fengið það úr írsku (með s- í stað/- aðhljóðan), þá
hefur norræna málið farið svo snillilega með, að tvíbending upphaf-
legu metafórunnar hefur mátt haldast, þegar atvik voru til í samheng-
tnu, með því að grípa tökuorðið úr lofti og setja það niður í orðsift
sagnarinnar sofa, sem vísa mátti til þess sem getur gerst þar sem fólk
hggur saman. Þar um vitnar líka orðasambandið að brjóta (konu) til
Svefnis, þar sem svefni er greinilega hvorugkynsorð. í Völundarkviðu
er lýst kjamaatriði þeirra skapaskipta burt úr vesöld í lífi hetjunnar að
Hér eru ekki tök á að grafast kirfilega fyrir um skyldsemi þessara latínuorða,
sern ófróður sér ekki að beri meira á milli en mismunandi sérhljóð í viðskeyti.