Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 106
104
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
hann lá og bamaði Böðvildi dóttur Níðaðar konungs í sævarstöð hans
og hún mátti sín alls einskis gegn fyrirtæki hans (sbr. síðustu vísu
kvæðisins). Sú lýsing segir (v. 28, 1-4, sbr. Norrœnfornkvæði 1867):
Bar hann hana bjóri
þvíat hann betr kunni,
sváat hon í sessi
um sofnaði.
Bjór þessi hlýtur að vera hörund(u)r, félagi Völundar, en varla drykk-
urinn með því nafni og það að hún „sofnaði“ að eiga að gefa okkur
þann skilning að hann hafi komið fram við hana þar á setinu eða flet-
inu fullkomnuðu svefni (hk.-orðið), fullorðnum samförum. Ekki einu
sinni víst að hún hafi blundað, í venjulegu merkingunni. Þessi dæmi
eru sett hér einungis til þess að birta lesandanum snilldina í því að gera
rómversk-írska tökuorðið sofn að niðursetningi í þeirri fjölskyldu.
Sonur Völundar var nú „kominn undir“ í tímganar-(s)ofni ættar Níð-
aðar konungs.
Af slíku efni blasir átakanlega við sú þörf að málvísindin leggi sig
í líma að þroska sér megin og aðferðir til þess að ná tökum á að rann-
saka allar hliðar á hlutverki tungumálsins. Til þess að bregðast ekki
ætlunarverki sínu sem mannvísindi mega málvísindi ekki sniðganga
symbólska hlutverkssviðið — enda þótt erfitt muni reynast að gera
það allt orðabókarvéltækt að öllu leyti.
HEIMILDIR
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykja-
vík.
Harvey, Paul. 1986. The Oxford Companion to Classical Literature. Oxford
University Press, Oxford. [Fyrst útg. 1937.]
Holthausen, Ferdinand. 1974. Altenglisches etymologisches Wörterbuch. Þriðja útg.
Winter, Heidelberg.
Norrœn fornkvœði. 1867. Útg. Sophus Bugge. Kristjanía. [Ljósprentun 1965.]
Skeat, Rev. Walter W. 1953. An EtymologicalDictionary ofthe English Language. Ný
útgáfa, endurbætt og aukin. Clarendon Press, Oxford. [Fyrst útgefin 1879-1882.]