Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 115
113
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
Um stuttnefnismyndir föður- og œttarnafna
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
„Elsku afdauði vinurinn hann Jói Sigurðsson“
Fyrir nokkru átti Höskuldur ritstjóri (1997-98) hér öndvegis-flugu um
stuttnefni, einkum um það hversu saman fari stytting — eða „stutt-
nefning“ öllu heldur (sem þarf ekki að vera bókstafleg stytting, sbr.
Nonni, Palli) — á eiginnafni og föður- eða ættamafni. Um það leiddi
Höskuldur út talsvert kerfi sem ég býst við að gildi að miklu leyti fyr-
ir alla málnotendur.
Þó eru stuttnefningar svið málnotkunar sem er allt í senn: opið fyr-
ir nýjungum, bundið óformlegu málsniði, og aðallega tengt þröngu
málumhverfi hvers manns, fjölskyldu og kunningjahópi. Því má þar
vænta allríkrar óreglu eða ósamræmis, og jafnvel aðskilnaðar af mál-
lýskutagi. Það er þannig ekkert undrunarefni að okkur Höskuldi beri
nokkuð á milli um eðlilegar stuttnefningar, t.d. í tilvitnuninni sem ég
hef hér að yfirskrift og tek, eftir því sem ég best fæ munað, af vörum
föður míns.
Samkvæmt kerfi Höskulds (1997-98:212, 215) kallar ótvíræða
stuttnefnismyndin Jói á stuttnefningu föðumafnsins líka, annaðhvort
Jói Sig. eða Jói Sigurðs/Sigurðar.1 En þennan tiltekna Jóa heyrði ég
ævinlega stuttnefndan (hafði lengi vel ekki hugmynd um hvort hann
hét Jóhann eða Jóhannes) og jafnan greindan frá öðmm Jóum með
fullu föðumafni. Enda hefur faðir minn vafalaust alist upp við þann
stuttnefningarhátt. Ég heyrði t.d. sum föðursystkini hans, Ágústsböm
frá Birtingaholti, alloft stuttnefnd, og þá nánar tilgreind, ef í það fór,
1 Þetta eru aðalaðferðimar við stuttnefningu af föðumafni, en tvær í viðbót koma
einnig til greina. Sú fyrri er að nota stuttnefnismynd föðumafns. Þannig hét Magnús
nokkur Nikulásson jafnan Maggi Lása í munni föður míns. Áþekkt dæmi úr bók-
menntunum er Gaulli Valdason, þar sem stuttnefnismyndin Valda- nægir til að merkja
föðumafnið og gerir óþarft að fella niður liðinn -son. Síðari aðferðina þekki ég bara
af stuttnefni eins manns, Ágústs Bjamasonar, sem ég heyrði talað um í uppvextinum
sem ágætan söngmann og þá ýmist nefndan Gústa Bjarna eða Gústa Sérabjarnason.
Faðir hans var hinn eini sanni séra Bjarni, svo nefndur í óformlegu málsniði þar sem
titillinn „séra“ var nánast orðinn að viðumefni. Því gat Sérabjarnason þénað sem
stuttnefnismynd líkt og Valdason.
íslenskt mál 22 (2000), 113-120. © 2001 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.