Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Side 116
114
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
með fullu föðumafni: Mangi Ágústsson, Siggi Ágústsson o.s.frv. — þó
að algengara væri Siggi í Birtingaholti, Siggi föðurbróðir, Sigga í
Keflavík og annað slíkt. Styttinguna Ágústar, sem mig rámar þó í úr
öðm samhengi, heyrði ég aldrei notaða um mitt fólk.2 Mér er líka í
bamsminni að finnast annarlegt að heyra ömmu mína, Ellu (Elínu) frá
Hmna, kallaða Ellu Kjartans, sem ömgglega tíðkaðist ekki í fjölskyld-
unni — þó að mágkona hennar héti Ella Guðjóns og heyrðist aldrei
nefnd fullu föðumafni. Eg man líka eftir athugasemd sem ég átti erfitt
með að skilja en gekk út á að aukafallsmyndin Helga Skúla ætti jafnt
við um mig og um frænda minn, Helga Skúlason síðar leikara (son
fyrmefndrar „Siggu í Keflavík“). Þeir bræður, hann og Ólafur biskup,
hétu í uppvextinum Helgi Skúla og Óli Skúla þar syðra, en mér var það
framandi miðað við málvenju fjölskyldunnar.
Hér hef ég, sem sagt, alist upp við málnotkun sem Höskuldur
(1997-98:215) stjömumerkir sem ótæka, þ.e. stuttnefni með fullu
föðurnafni. I þessu efni er hann vafalaust fulltrúi hins almenna, mín
málvenja hins vegar afbrigðileg, staðbundin eða kannski öllu heldur
bundin tiltekinni ætt eða fjölskyldu. Ef hún er ekki bara útdauð. Ég
kannast a.m.k. ekki við, og hef ekki fengið það staðfest hjá ættingjum
mínum, að fólk af minni kynslóð eða yngra sé nefnt með þessum hætti.
Það er þá ekki seinna vænna að koma þessum vimisburði á prent.
Tóta Blö eða ?Blö eða *Blö?
í öðm atriði em reglur Höskulds rýmri en mín tilfinning leyfir. Hann
(1997-98:215) gefur upp sem tækan kost stuttnefninguna Tóta Blö (af
Blöndal) en segist að vísu (1997-98:212) „varla minnast þess“ að hafa
2 *Agústs hefði verið ótækt af því að fjölskyldan notaði ekki það eignarfall. Stytt-
ingar af þessu tagi eru ekki dregnar saman úr föðumafninu heldur myndaðar beint af
eignarfallinu, alveg eins og Höskuldur segir, t.d. Nikulásar, en ómögulega *Palli
Nikulás. Nafnmyndin Sigurðs lítur út sem undantekning frá þessu, en er frekar tví-
mynd af eignarfallinu, sbr. dæmi eins og „norðan Laugavegs", „salsvörður", „um-
sjónarmaður bekksins" og annað slíkt.
Stytting af svipuðu tagi kemur fram í fleygri sögu þar sem Jón Pálmason, forseti
sameináðsþings, er látinn kynna sig sem „Nonni, forseti sameinaðs". Þar fellir stutt-
nefningin brott liðinn þings lfkt og -son aftan af föðumöfnum.