Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Qupperneq 117
115
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
heyrt hana notaða, né styttingamar Kvar, Barð eða Snœ, en hins veg-
ar Toll af Thorlacius. Eftir minni tilfinningu er Toll góð stytting og
gild, eins og ég þekki Axel Thorst (af Thorsteinsson) og Matta Jó (af
Johannessen) og auðvitað Gunnar Thor. En hin dæmin skynja ég sem
vafasöm (?) eða öllu heldur ótæk (*). Höskuldur (1997-98:213) telur
samsetningar eins og *Þórunn Blö ótækar, en mér finnst bita munur en
ekki fjár hvort sagt er Tóta eða Þórunn; vandinn liggi í sjálfri stytting-
unni *Blö.
Hvers vegna? Ég held það sé lengd ættamafnsins sem ræður. Tví-
kvæð ættamöfn get ég bara ekki stytt með þessum hætti. Dæmi, sem
ég kannast við, em öll af lengri nöfnum, og ímynduð dæmi af þeim
virðast líka í lagi: Jóhann Svarfdælingur > Jói Svarf, Mette Magnus-
sen > Metta Magg.
Höskuldur (1997-98:215) gerir greinarmun á „styttu föðumafni"
eins og Sigurjóns og „mjög styttu föðurnafni“ eins og Magg. Nafn-
myndimar Blö og Kvar kallar hann „stytt ættarnöfn", en til samræmis
við föðumöfnin ættu þær að heita „mjög stytt ættamöfn“. Munurinn er
sá að annars vegar er stytt niður í eignarfallið einbert, og gengur sú að-
ferð einungis á föðumöfn (og væntanlega móðumöfn ef í það fer).
Hins vegar er nafnið, hvort heldur föðumafn eða ættamafn, stytt nið-
ur í eitt atkvæði. Þama má því aðgreina eignarfallsstyttingu og ein-
kvæðisstyttingu.3 Það er hin síðamefnda sem ég get því aðeins beitt á
ættamöfn að þau séu löng (þrí- eða ferkvæð). Hún gengur ekki heldur
á öll föðumöfn, og þar kemur lengdin eitthvað við sögu líka. Frænka
mín, Ella Jó var t.d. Jóhannesdóttir, hefði svosem getað verið Jó-
hannsdóttir, en fráleitt Jónsdótir, því að á Jónsnafn er einungis beitt
eignarfallsstyttingu: Gvendur Jóns. Þama eru lengdarlínumar þó varla
3 Hið síðara á sér samsvörun í myndun íbúaheita þar sem ömefni eru dregin sam-
an í eitt atkvæði fyrir hvem orðstofn: Skaft-fell-ingar, Hafn-firð-ingar (en Fá-
skrúðs-firð-ingar þar sem stofnamir em þrír), Norð-mýl-ingar, Blönd-dœl-ir o.s.frv.
Frávik ffá þessu em óklassísk (t.d. Vestur-Skaftfellingar, gagnst. Vestlendingar) nema
Akurnesingar (og hliðstæður) þar sem hljóðbreyting segir til sín. Ef fommálsorðið
Möðrvellingar (sbr. „metnað Möðrvellinga" sem getur í Sturlungu) ætti sér óslitna
sögu hefðu forseti vor og félagar á sama hátt átt að kalla sig *Möðuryellinga, en ný-
myndun þeirra, Möðruvellingar, er óklassísk að sniði, hliðstæð Austur-Skaftfellingum
frekar en Sunnmýlingum.