Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Side 118
116
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
eins hreinar og þegar ættamöfn eiga í hlut. Mér finnst varla útilokað
að stytta Pálsdóttir niður í ?Pá eða Sveinsson í ?Svenn. Og þótt Kjart-
an sé atkvæði lengra en Páll eða Sveinn, þá finn ég enga leið til að
amma mín hefði mátt heita *Ella Kjart. Höskuldur nefnir
(1997-98:212, 215) alþekktu einkvæðisstyttingamar Konn og Magg
af Konráð og Magnús, sem em jafnmörg atkvæði og Kjartan, en
kannski að því leyti fyrirferðarmeiri að seinna atkvæðið hefur ekki
hljóðgervi endinga. Hann tilfærir líka (s.st.) Bern og Ben af virkilega
löngu föðumöfnunum Bernódusson og Benediktsson þar sem ein-
kvæðisstytting er greinilega upplögð en eignarfallsstytting kæmi síð-
ur til greina eða ekki.
Sem sagt: Eignarfallsstytting á fremur við af stuttum nöfnum en
löngum, einkvæðisstytting hins vegar miklu síður ef nöfnin em stutt.
Þar sem ættamöfn geta eftir eðli sínu ekki tekið eignarfallsstyttingu (í
þeim er annaðhvort ekkert eignarfall eða þá eignarfallið einbert: Rósa
B. Blöndals) hafa stutt ættamöfn enga nothæfa stuttnefnismynd.
Merkt stuttnefni og ómerkt?
Höskuldur bendir á (1997-98:214 nm.) að „nöfn sem líkjast stuttnefn-
um að gerð“ geti haft sérstöðu gagnvart stuttnefningum, og er það um-
hugsunar vert í þessu samhengi. Afabræður mínir hétu t.d. Helgi, Guð-
mundur, Magnús og Sigurður eða Helgi, Gummi, Mangi og Siggi eft-
ir því hver talaði og í hvaða samhengi. Helga-nafnið á jafn vel heima
í hvom tveggja samhenginu. Eða kannski ættum við að segja að af því
nafni sé stuttnefnið samhljóða fulla nafninu, rétt eins og þolfallið og
þágufallið eru samhljóða eignarfallinu. Nafnmyndimar Guðmundur
og Magnús em hins vegar í eðli sínu merktar sem [ekki stutt-
nefni] (rétt eins og aukaföllin af sömu nöfnum em öll merkt á ein-
ræðan hátt). í því málsniði og samhengi sem krefst stuttnefninga er
því skylt að breyta þessum nöfnum þótt Helgi geti staðið óbreytt.4
4 Það er annað mál að einstakur Helgi kann að bera stuttnefni, hvort sem það er
leitt af eiginnafninu eða ekki. Það er líka misjafnt hvemig Guðmundar, Magnúsar eða
Jónar eru stuttnefndir. Gvendur, Mangi og Jónki virðast hafa verið hlutlausustu kost-
imir fyrr á tíð, sem hægt var að nota um menn án þess að vita hvað þeir vom í raun
kallaðir, en nú em það Gummi, Maggi og Nonni.