Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 119
117
Flugur, smágreinar og umræðuefni
Með Helga standa í þessu tilliti flest stutt (tvíkvæð) nöfn veikrar
beygingar. Jafnvel þótt slíkt nafn eigi sér augljósa samsvörun í stutt-
nefni, eins og Bjarni > Baddi, þá held ég að óstytta myndin Bjarni geti
aldrei stungið í stúf við stuttnefni á sama hátt og Sigurður eða Jóhann-
es — nema svo vilji til að viðkomandi persóna sé alþekkt sem Baddi.
Nöfn sterkrar beygingar geta líka verið gjaldgeng innan um stuttnefni:
Finnur, Unnur, Kjartan, þótt af þeim séu leidd algeng stuttnefni:
Finni, Unna, Kjarri. Hér skiptir það kannski máli að seinna atkvæðið
er einföld ending eða líkt endingu að gerð.5
Eitt hið athyglisverðasta í grein Höskulds er munurinn sem hann
dregur fram á stuttnefningum föðumafna og ættamafna. Muninn má
túlka þannig að öll óstytt föðumöfn séu „merkt“ sem [ekki stutt-
nefni], enda alltaf hægt að sýna af þeim stuttnefningu, annaðhvort
með eignarfallsstyttingu eða einkvæðisstyttingu. Löng ættamöfn em
merkt á sama hátt, enda geta þau tekið einkvæðisstyttingu. Stutt ætt-
amöfn, eins og Blöndal og Kvaran, eiga sér hins vegar enga stuttnefn-
ismynd og em ómerkt eða tvíræð gagnvart stuttnefningu á sama hátt
og Helgi eða Skúli.
Viðreisnarstjórnin
Svo er um þetta mál eins og flest önnur að það má lengi flækja. Þannig
gera málsnið og aðstæður misjafnlega ríka kröfu um stuttnefningu; þar
er ekki bara [plús]/[mínus] heldur (eins og Höskuldur (1997-
98:215) bendir réttilega á um málsnið) alls konar stigsmunur eða
millistig.
Rifjum t.d. upp ráðherralistann frá 1959: Bjarni Benediktsson,
Emil Jónsson, Guðmundur 1. Guðmundsson, Gunnar Thoroddsen,
Gylfi Þ. Gíslason, Ingólfur Jónsson, Ólafur Thors. Þetta er góður listi,
inniheldur bæði langt ættamafn og stutt, og eiginnöfn mis-upplögð til
styttingar.
Léttasta stig stuttnefninga, samsvarandi málsniði í heldur óform-
legri blaðagrein, hefði verið eitthvað þessu líkt:
5 Finns-nafn þekki ég líka sem stuttnefni af Sigurfinnur, en sá styttingarháttur teld-
ist gamaldags nú.