Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 132
130
Flugur, smágreinar og umræðuefni
orðinu vid. í þessu merkingarhlutverki er orðið horf ekki gamalt. Það
kemur fyrst fyrir á prenti í Málmyndunaifrœði Jóns Gunnarssonar. Þar
segir Jón að sögn geti staðið í þrenns konar horfi að minnsta kosti.
Hann nefnir sífellt horf, lokið horf og óorðið horf. Þessi hugtök skil-
greinir Jón eins og rakið er í (1) (1973:51):2
(1) Sífellt hotf merkir það, sem er eða var að gerast. í íslenzku er það
myndað með sögninni að vera + nafnhætti sagnarinnar [...].
Lokið horf svarar til þess, sem venja hefur verið að kalla núliðna
og þáliðna tíð. Það leggur áherzlu á, að athöfn sé lokið. Það er
myndað með sögninni að hafa + lýsingarhætti þátíðar af viðkom-
andi sögn [...].
Óorðið horf sagnar merkir einkum, að athöfnin sé annaðhvort
óorðin eða óviss að mati þess, sem talar. Það er myndað með
sögninni munu + nafnhætti viðkomandi sagnar.
Sjö árum síðar fjallaði Kristján Ámason um hugtakið horf í ís-
lenskri málfrœði sinni. Þar segir hann (1980:47):
(2) Hugtakið horf er [...] notað um það, þegar gerður er greinarmun-
ur á því með beygingu, samsettri eða ósamsettri, hvemig atburð-
urinn gerist, eða á hvaða stigi hann er, þegar setningin er sögð. í
íslensku er hægt að flokka greinarmun milli setninga eins og: „Ég
er að lesa bókina" og „Ég heflesið bókina“ svo sem þar sé um að
ræða mismun milli annars vegar ólokins horfs og hins vegar lok-
ins horfs í sögnunum.
Skv. Kristjáni em horfin tvö: ólokið og lokið horf; ólokið horf er
táknað með vera að + nh., lokið horf ýmist með hafa + lh. þt. eða
orðasambandinu vera búinn að + nh.
í lok níunda áratugarins gerði Jón Friðjónsson (1989: 97-123) ráð
fyrir tvenns konar horfi í íslenzku: orðfræðilegu [eða lexíkölsku]
horfí annars vegar og setningafræðilegu horfí hins vegar. Setninga-
fræðilegt horf greindi hann aftur í fjögur ósamsett horf, þ.e.a.s.:
2 Hér er undirstrikuðum orðum í texa Jóns breytt í skáletruð orð og frágangur
samræmdur.