Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 135
133
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
ungbam sitt til að drekka mjólk úr pela, verður hún að ákveða sig,
hvort hún segir baminu að drekka eitthvað úr pelanum eða allt inni-
haldið; eftir þvx fer val sagnarinnar sem merkir ‘drekka’. Hugsi hún
sér verknaðinn sem heild frá upphafi til enda segir hún: wypijl, annars
pijl Það má líka taka sem dæmi sögnina finna í íslenzku sem er
perfektíf í eðli sínu. Enda þótt við sjáum ekkert athugunarvert við að
beygja hana í nútíð, þá er hún í raun ónothæf í þessari tíð, a.m.k. í nú-
tíðarmerkingu. Ef spurt er: Hvað ert þú að gera?, er ekki hægt að
svara: *Ég er að finna ákveðinn hlut eða *Ég finn ákveðinn hlut. En
ég get verið að leita að einhverju. Segi ég: Égfinn þetta ekki, er merk-
ingin sú að ég ‘geti ekki fundið’ það, en það er háttarmerking. Ef ég
loks segi: Égfinn þetta, þá gef ég í skyn þá væntingu að mér takist að
finna það í ókominni tíð.
Samspil tíðar og horfs má skýra líkt og gert er á mynd 2 og mynd 3.3
(a) imperfektífi horf
tp
-----x
fort.
‘imperfekt’
‘nútíð
tp'
—>
----------------^ ffamt.
‘framtíð’ (impf.)
Mynd 2
Þessar myndir eiga að sýna, hvemig talandi metur afstöðu verknaðar
til líðandi tíma; a, b og c standa fyrir verknaði sem eiga sér stað á
ólíkum tíma; tp táknar tilvísunarpunktinn sem talandi setur til að
ákvarða afstöðu verknaðar til fortíðar, nútíðar og framtíðar. Mynd 2
sýnir „imperfektíft“ (eða ‘ólokið’) horf. Verknaðartími a samsvarar
taltíma, þ.e. „nútíð“. Verknaði h er ekki lokið við tilvísunarpunkt for-
tíðar, heldur fylgir tilvísunarpunkturinn sömu tímarás og verknaður-
inn sjálfur. Verknaði c er ekki lokið við tilvísunarpunkt framtíðar, hér
3 Þessar myndskýringar eru í grundvallaratriðum teknar upp eftir Nebes
(1982:28-31, 39^11) og Tichy (1997:604).