Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 136
134
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
er einnig um sömu tímarás að ræða. — Mynd 3 sýnir „perfektíft" (eða
‘lokið’) horf og á að lýsa því að hér er verknaði a, b og c lokið við til-
vísunarpunkt fortíðar, nútíðar og framtíðar.
(b) perfektíft horf
tp
fort.---------------------
‘fjarlæg fortíð’
nút. tp'
i
------» ---------------------»
----------------------------------------------> framt.
‘nálæg fortíð’ ‘framtíð’ (pf.)
(= ‘aórist’)
Mynd 3
2.2 Verknaðargerð
Með málfræðiorðinu verknaðargerð, sem er þýðing á þýzka orðinu
Aktionsart, er í stuttu máli sagt átt við ákveðin einkenni verknaðar
óháð textasamhengi eða skoðun talanda. Þessi einkenni verknaðar eru
innbyggð í merkingu viðkomandi sagnar. Verknaðargerð er því orð-
fræðileg, þ.e. lexíkölsk, í eðli sínu. Einkenni verknaðar geta t.d. verið
þau sem nefnd eru í (6):
(6) augnablik (stinga, detta), dvöl í tíma (skoða, leita), ástand (sitja,
sofa), ástandsbreyting (roðna, sofna), endurtekning (klifa,
blaðra), áherzla (þamba), mark (hitta, koma, fœra e-m e-ð), or-
sökun (grœta,fella).
Sá grundvallarmunur er á horft og verknaðargerð að horf er háð mati
talanda á afstöðu verknaðar til líðandi tíma, verknaðargerð er hins veg-
ar óháð skoðun talanda (sjá um horf og verknaðargerð t.d. Koschmieder
1929, Comrie 1976, Dahl 1985 og Szemerényi 1990:332-341). Það má
ekki láta það valda ruglingi þessara hugtaka að verknaðargerðir fela
auðvitað í sér annaðhvort imperfektíft eða perfektíft horf.