Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 137
135
Flugur, smágreinar og umræðuefni
Áður en lengra er haldið, er rétt að skýra í stuttu máli, hvemig horf
er táknað í þeim tungumálum sem búa yfir háþróuðu aspektkerfi.
Meðal indóevrópskra mála em það gríska og slavnesku málin sem
helzt koma til greina.
3. Horf í forngrísku og slavneskum málum
í fomgrísku em horfin tvö táknuð með mismunandi stofnum, nútíðar-
stofnum og aóriststofnum. Nútíðarstofninn, sem felur í sér imperfek-
tíft horf, getur í framsöguhætti verið beygður í nútíð og þátíð. Þátíð hans
er kölluð imperfekt. Aóriststofninn, sem felur í sér perfektíft horf, tek-
ur hins vegar aðeins þátíðarbeygingu í lfamsöguhætti. Þessi þátíð er
kölluð aórist framsöguháttar til aðgreiningar frá imperfekti. í hinum
háttunum þremur, viðtengingarhætti, óskhætti og boðhætti, byggist and-
stæða nútíðar- og aóriststofns einungis á imperfektífu og perfektífu
horfi. Flestar sagnir í grísku mynda bæði nútíðar- og aóriststofn og geta
þeir verið mismunandi að forminu til. Dæmi em sýnd í (7):
(7) nútíð
dídö-mi
deíknú-mi
leíp-ö
aórist
‘ég gef’ é-dö-ka,
‘ég sýni’ é-deiks-a
‘ég yfirgef, skil eftir’ é-lip-e
Nokkrar sagnir em „súppletífar“, þ.e. mynda nútíðar- og aóriststofn af
mismunandi rótum:
(8) nútíð aórist
érkhomai ‘ég kem, fer’ elthon ‘kom’
esthíö ‘ég borða’ éphagon
í slavneskum málum aðgreina flestar sagnir imperfektíft og perfek-
tíft horf með formlegum hætti. Oft er talað um sagnapör í því sam-
bandi. Gmnnsögnin er ýmist imperfektíf eða perfektíf og er andstæðu-
aðilinn leiddur af henni með forskeyti eða viðskeyti. Við myndun
perfektífra sagna af imperfektífum em notuð forskeyti, við myndun
imperfektífra sagna af perfektífum venjulega viðskeyti, sbr. eftirfar-
andi dæmi úr pólsku: