Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 141
139
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
En í spumarsetningunum er gengið út frá því að hann hafi gerzt; óvíst
er aðeins, hvenær hann gerðist. Það sama gildir um merkingarmun
sagnanna í setningunum Hvenœr sofnaði hann? og Hvenær kom
hann? annars vegar og Hann var að sofna og Hann var að koma hins
vegar. En í setningunum (14b), (15b) og (16b) hefur orðasambandið
greinilega annað hlutverk; hér gefur það ekki til kynna að atburðurinn
eða verknaðurinn hafí verið að gerast rétt í þessu. Þetta skýrir notkun
þess með atviksliðunum áðan og í gær, sömuleiðis notkun þess í
spumarsetningunum.
Til að flækja málið enn meira er rétt að benda á, að enda þótt sagn-
ir eins og hrasa og finna sem hafa augnabliksmerkingu hafni orða-
sambandinu vera að + nh. í nútíð, em aðrar sagnir með slíka merkingu
sem gera það ekki, t.d. stinga og gogga í e-ð. En sú breyting verður á
merkingu þeirra að verknaður sem eðli sínu samkvæmt tekur aðeins
eitt augnablik verður að verknaði sem sífellt er verið að endurtaka á
þeim tíma, er setningin er sögð. Setningar eins og: Páfagaukurinn er
að gogga í spegilmynd sína hafa því endurtekningarmerkingu. Sagn-
imar hrasa ogfinna geta greinilega af merkingarlegum ástæðum ekki
tekið slíkri endurtekningarmerkingu.
Eins og nú ætti að vera orðið ljóst er hlutverk orðasambandsins vera
að + nh. fjölþætt og ekki eins hjá öllum sögnum. í nútíð undirstrikar
það að eitthvað sé gert eða eigi sér stað á nákvæmlega sama tíma og
setningin er sögð, þ.e.a.s. það „aktúalíserar“ verknað eða atburð (sbr.
Hreinn Benediktsson 1976:25). Hér getur augnabliksmerking sagnar
breytzt í endurtekningarmerkingu. í þátíð undirstrikar það dvöl í tíma
hjá sögnum sem hafa dvalar-, endurtekningar- eða áherzlumerkingu, en
hjá sögnum sem hafa augnabliksmerkingu eða fela í sér ástandsbreyt-
ingu eða það að ákveðnu marki sé náð gefur það til kynna að atburður-
inn eða verknaðurinn hafi verið að gerast rétt í þessu (og sé því til lykta
leiddur!) miðað við þann tíma, er setningin er sögð. Hlutverk orðasam-
bandsins er augljóslega ekki kerfisbundin táknun imperfektífs eða
ólokins horfs. Til þess þyrfti það að mynda andstæðu við perfektíft eða
lokið horf í þátíð, en það gerir það ekki. (Nútíðin kemur að sjálfsögðu
ekki til greina, því hún útilokar perfektíft horf og þarmeð umrædda
andstæðu.)