Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 149
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
147
dórs Laxness á Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar! Það er eftirfarandi
(Gunnar Gunnarsson 1951:46):3
(8) Ég stend þama eins og illa gerður hlutur og get ekki annað en
glápt á Bjama.
Eldra dæmi finnst sem sé ekki í OHR (tekið skal fram að ég hef not-
að tölvuskrána á netinu og leitað undir hlutur, illa og gera). Það er at-
hyglisvert að dæmin um rassmalagestur og illa gerður hlutur skuli
þar bæði vera úr sömu heimildinni. Orðasambandið finnst ekki í orða-
bók Blöndals, en Jón Friðjónsson. (1993:263) segir að það sé „kunn-
ugt frá fyni hluta 20. aldar“.
Niðurstaðan er á þá leið að latneska orðasambandið res male gesta
hafi laumast inn í íslensku í tvennskonar búningi: annars vegar sem
rassmalagestur, sem má kalla aðlögun í anda alþýðuskýringa, hins
vegar sem illa gerður hlutur, sem kalla má tökuþýðingu. Athyglisvert
er einnig að í dæmum (3), (5) og (6) hér að ofan er talað um að standa
eins og rassmalagestur, sem tengir það enn ffekar við orðatiltækið að
standa eins og illa gerður hlutur.
Ekki skal hér leitt getum að því nákvæmlega hvaðan úr latínu-
námsefninu þetta er komið, enda óvíst að hægt sé að benda á slíkan
3 Ef bera á saman þýðingar Halldórs og Gunnars þarf að skoða eilítið víðara sam-
hengi. f dönsku frumútgáfunni stendur (Gunnar Gunnarsson 1923:98):
Jag staar tilintetgjort og bare glor paa Bjami. Jag forstaar hverken ud eller ind —
i den Grad har han k0rt mig rundt. Jeg sanser ikki at lukke 0jnene for de sprin-
gende Gnister, og de dpvende Hammerslag træffer mine 0ren aabne.
Halldór þýðir þetta svo (Gunnar Gunnarsson 1951:46, 1941:70):
Eg stend þama eins og illa gerður hlutur og get ekki annað en glápt á Bjama.
Hann hefur snúið öllu við fyrir mér, svo ég botna ekki lengur í neinu. Ég hef ekki
lengur við að loka augunum fyrir neistafluginu né skýla eymnum fyrir ærandi
hamarshöggunum.
Gunnar sjálfur þýðir þetta svo (1973a:46):
Það gekk svo fram af mér, að ég gleymdi að loka augunum fyrir neistafluginu og
verja eyrun fyrir hávaðanum af hamarshöggunum, stóð sem negldur niður og
starði á fomvin minan grallaralaus.