Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 154
152
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
6. grein: Um stóran og lítinn staf í styttu
eða breyttu nafni stofnunar
Samkvæmt 6. grein má rita hvort sem er lítinn eða stóran staf í styttu
eða breyttu nafni stofnunar eða nafni stofnunarhluta (deildar innan
stofnunar) ef einungis er um eina stofnun að ræða hérlendis og mis-
skilningur eða ruglingur ólíklegur, enda séu nöfnin þá að jafnaði not-
uð með viðskeyttum greini. Dæmin eru þessi: Háskólinn eða háskól-
inn, Menntamálaráðuneyti(ð) eða menntamálaráðuneyti(ð), Ríkisút-
gáfa(n) eða ríkisútgáfa(n), Sambandið eða sambandið, Eimskipa-
félagið eða eimskipafélagið, Ihaldsflokkurinn eða íhaldsflokkurinn.
Dæmi um það sem mætti ræða: Nú er ekki lengur bara einn háskóli
á íslandi, er það valfrelsi þá úr sögunni? Það er orðið býsna föst regla
að skrifa nöfn ráðuneyta með litlum staf svo jaðrar við óskráðar regl-
ur. Er kannski tímabært að skrá þær? Ríkisútgáfan er úr sögunni og
Samband íslenskra samvinnufélaga sömuleiðis. Ætli menntaskóla-
nemum komi ekki fyrst í hug Evrópusambandið þegar (ef) þeir sjá
þessi dæmi? Eimskipafélagið með litlum staf sést aldrei, þar virkar
valfrelsið ekki í raun. Hins vegar skrifar maður hiklaust: Hún var í
héraðsskólanum á Laugarvatni þó að þar sé hvorki búið að stytta
nafnið né breyta því. Eitthvað þarf að laga hér.
7. grein: Um samsett örnefni
í 7. grein er fjallað um samsett örnefni. Ef síðari hlutinn er sémafn
skal rita stóran staf í báðum liðum og bandstrik á milli: Syðri-Guðrún-
arstaðir, Vestur-ísafjarðarsýsla. Annars skal rita í einu orði, með stór-
um staf í upphafi og án bandstriks: Syðribakki, Fornihvammur.
Vandamál: Hvenær er hvammur sémafn og hvenær samnafn. Segj-
um t.d. að við hlið bæjarins Hvamms rísi Nýi-Hvammur, eða er það
Nýihvammurl Ef það er Nýi-Hvammur breytist þá eitthvað ef Hvamm-
ur fer í eyði? Ég held að þessi regla hafi gengið þvert á það sem var al-
gengast þegar hún var sett, menn rituðu gjama Forni-Hvammur, Syðra-
Sel, Minni-Borg o.s.frv. (e.t.v. einnig í tveimur orðum án bandstriks).
Syðra-Sel í Hrunamannahreppi er t.d. ritað svo af heimamönnum sem
fyrr, enda þarf mikið til að menn breyti bæjamafninu sínu ef þeir á ann-