Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 156
154
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
Vandamál: Fyrri reglan býður upp á að næstum því öll samsett orð
sem byrja á sémafni séu skrifuð með stómm staf, t.d. Hálsfeðgar,
Celsiuskvarði, Grimmslögmál, Díofantosarjöfnur, Pýþagórasarregla,
Nóbelsverðlaun, Olympíuleikar, Napóleonsstyrjaldirnar. Seinni regl-
an þrengir þetta aðeins, þar hlýtur t.d. að mega bæta við bjarnargreiði.
Hvar liggja mörkin þama á milli? Skoðum hvað hefur verið gert í
orðabókum.
I formála að 2. útg. Orðabókar Menningarsjóðs (OM) segir
(1983:X): „Að sjálfsögðu er fylgt lögboðinni stafsetningu eins og hún
er nú.“ Ef gluggað er í þá bók sést gjörla hve erfiðlega mönnum hef-
ur gengið að draga þessi mörk. Þar er að finna nóbelsverðlaun og
ólympíuleika, sem ég hefði haldið að væm „nokkur önnur orð“ í skiln-
ingi 9. greinar auglýsingarinnar. I Réttritunarorðabók handa grunn-
skólum er einmitt að finna Olympíuleika. I OM er hins vegar Akkilles-
arhæll með stómm staf (hver er munurinn á grettistaki og akkillesar-
hœlT), einnig Evuklæði. Sama gildir um Egiftamyrkur, Finnabrœkur
(hins vegar/ara á annanfinn undir Finnur), Papeyjarbuxur og Flóa-
mannareið (undir Flóamaður, hver er munurinn á hrunadansi - ‘gá-
laust atferli sem leiðir til glötunar’ og Flóamannareið = ‘það að ríða í
halarófu í einfaldri röð’?). Aftur á móti eru danasátt, maríulamb, pét-
urslamb og maríuveður með litlum staf (hver er munurinn á Egifta-
myrkur - ‘svartamyrkur’ og maríuveður = ‘fagurt veður’?)
Hvað með Hafnarfjarðarbrandara/hafnaifjarðarbrandara; er það
„nokkur önnur orð, samsett á sama hátt“ eða komið með merkingu
samnafns? Hagkaupssloppar vom upphaflega fundnir upp og saum-
aðir í Hagkaupi en urðu þeir ekki að sloppategund? Kínaskór vom
fluttir inn frá Kína en varð þetta ekki frekar heiti á ákveðinni gerð af
skóm, eða hvað?
Ofan í kaupið em fylgismenn stefna teknir fyrir alveg sér í 12.
grein og skulu vera með litlum staf, t.d. framsóknarmaður, hitlerssinni
o.fl.
Þetta er of flókið og óljóst. Ur því að málfræðingar em ekki sam-
mála um hvemig á að túlka reglumar (sbr. ólympíuleikar í OM en
Olympíuleikar í Réttritunarorðabók handa grunnskólum) hvemig er
þá hægt að ætlast til þess að „venjulegt fólk“ ráði við þær?