Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Side 157
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
155
31. grein: é eða je
Samkvæmt 31. grein má rita hvort sem er Sovétríkin eða Sovjetríkin,
Tékkar eða Tjekkar (reyndar stendur „tékkar eða tjekkar“ og hefur
ekki verið leiðrétt í breytingunni sem gerð var 1977). Einnig er val-
frjálst: alltjent eða alltént, smjer eða smér, ófjeti eða óféti, stjel eða
stél, fjegur eða fégur. Sovjetríkin og Tjekkar er aldrei, eða nánast
aldrei, ritað svo. Valfrelsið í hinum orðunum á sér málsögulegar for-
sendur (jö (ja) hefur orðið je) og er skilmerkilega til haga haldið í
Réttritunarorðabók handa grunnskólum, þ.e. í þeim þessara orða sem
þar er að finna. Er þörf á þessu valfrelsi og hvaða rök eru fyrir því?
Valfrelsi er ekki til bóta í stafsetningarreglum ef það þjónar ekki öðr-
um tilgangi en að sleppa við að taka af skarið! Það er auk þess til þess
fallið að rugla umrætt „venjulegt fólk“ í ríminu.
35.-36. grein: Um eitt orð og tvö
I 35. grein segir: „Ef eignarfallsliðir eru notaðir til að auka vægi (in-
tensitet) merkingar, er valfrjálst, hvort þeir eru ritaðir áfastir síðari lið
eða hvort band er sett milli liðanna, t.d. óvenjugóður eða óvenju-
góður.“2 í 36. grein segir: „Forliðir, sem líta má á sem forskeyti, skal
rita áfasta ...“ Einnig: „Forliðina all-, hálf-,jafn- og lang- má rita áfasta
eða tengja þá með bandi við næsta orðlið, t.d. allgóður (eða all-góður)
u
Vandamál: Þessi bandstrik eru afar sjaldan notuð en í staðinn er
mjög algengt að all, hálf, jafn og lang séu skrifuð sérstæð (oft í sam-
ræmi við áherslu). Hvað veldur því að jafnvel þeir sem reyna allt hvað
þeir geta til að fylgja reglum um íslenska stafsetningu fara hér eigin
leiðir? Margt fleira vefst fyrir fólki í reglum um eitt og tvö orð, þær
þarf að skýra og laga.
2 Er ekki lágmarkskrafa að reglur um íslenska stafsetningu, gefnar út af mennta-
málaráðuneytinu, séu á íslensku og þannig úr garði gerðar að ekki þurfi útlensk orð til
að þær verði fólki skiljanlegar? Og svona í leiðinni má benda á að í auglýsingunni er
ekki farið eftir reglum um greinarmerkjasetningu sem tóku gildi sama dag (það er
reyndar ekki heldur gert í auglýsingu um greinarmerkjasetningu!).