Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 169
Flugur, smágreinar og umrœðuefni 167
Forskeyttar forsetningar í miðaldahandritum
MÁR JÓNSSON
The phenomenon to be discussed is very widespread and obvious, and it can-
not have failed to have been already noticed, at least here and there, by others.
Yet I have not found attention paid to it specifically (J. L. Austin 1975:1).'
0. Inngangur
Þegarfólktalarerekkiendilegaauðveltaðgreinaámilliþesssemviðköllu-
morðþvíflestirtalasvohrattenþegarfólkskrifarerafturámótialltafset-
tbilámilliorðanúorðiðþóttraunargeriþaðekkialliralltaf. Sumir skrifa til
að mynda uppá eða niðrí frekar en uppi á eða niður í (eða niðri í) eins
og ætti kannski að vera samkvæmt þeirri reglu að rita skuli
„staðaratviksorð og eftirfarandi forsetningu sem tvö orð“ (sbr.
Auglýsingu um íslenska stafsetningu 1974: 10). Uppruni þess að
svona er skrifað er að öllum líkindum sá að í mæltu máli renna orð af
þessu tagi saman fremur en önnur. Það heitir í málvísindum klisis, sem
kallað hefur verið viðhenging á íslensku, og verður enklisis þegar
áherslulaust orð skeytist aftan við annað en proklisis ef það skeytist
framan við (Abraham 1988:17,641; Crystal 1985:51). Þetta er algengt
í rómönskum tungumálum og hefur mikið verið rannsakað, til dæmis
með hliðsjón af því hver munur er á hljóðkerfislegri og setningar-
fræðilegri viðhengingu. Má nefna úr frönsku c’est correct ‘það er rétt’
og úr spænsku podría hacerme elfavor de pagar? ‘gætirðu gert mér
þann greiða að borga?’ (Johnson 1998:251-52; Zribi-Hertz 1994:464-
65). I íslensku dæmunum hér að ofan er orðum sem aðeins eru einn
bókstafur eða öllu heldur eitt hljóð (á, í) skeytt aftan við orðið sem
kemur á undan. Viðhengi sem þessi eru jafnan áherslulaus. Þetta er
enn algengara í talaðri íslensku og má til viðbótar hafa setninguna ég
fagna honum sem oft er borin fram sem égfagn’onum.2 Engin dæmi
1 Ég þakka málfræðingunum Haraldi Bemharðssyni, Höskuldi Þráinssyni, Jóni
Axel Harðarsyni, Kjartani Ottóssyni og Violu Miglio innilega fyrir margar gagnlegar
ábendingar sem ég hef vonandi skilið þolanlega rétt. Þau bera ekki ábyrgð á því sem
hér kann að vera missagt.
2 Dæmið er fengið úr úthendu Kristjáns Ámasonar á fyrirlestrinum Söngur punkts-
ins og kommunnar á fundi í Félagi íslenskra fræða í Skólabæ 29. mars 2000, bls. 7.
íslenskt mál 22 (2000), 167-176. © 2001 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.