Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 170
168
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
eru hins vegar í íslensku ritmáli nútímans um að áherslulausum orðum
sé skeytt framan við orðið sem þau eru háð og hefur áhersluna, þótt
iðulega tali fólk með þeim hætti.
1. Viðfangsefnið
Handritið AM 134 4to mun vera skrifað undir lok 13. aldar. Það er því
elsta varðveitta handrit Jónsbókar, sem lögtekin var á alþingi 1281
sem lögbók Islendinga. Það geymir tvo fimmtu hluta textans. Við lest-
ur handritsins fyrir nokkru undraðist ég að oft eru eins atkvæðis
forsetningar svo sem límdar eða festar (án orðabils) við orðið sem
fylgir. Má taka sem dæmi nokkrar línur úr 19. kafla landsleigubálks
(stafsetning samræmd hér og leturbreytingum bætt í):
Nú fer maður ÍSKÓG annars manns fyrir utan leyfi þess er á, og vinnur
í, þá skal sá er á leiða til sex skynsama menn til stofns, að sjá og meta
markar spell. Nú skal hann er ÍVANN landnámi fyri bæta og skógar
spell, og svo þóað maður rífi hrís Á ANNARS jörðu, eða syni lýritar eiði
ef eigandi hefir eigi vitni til. Nú heggur maður svo tré IANNARS manns
skógi að hann hylur stofna, þá verður hann þjófur að sem hann hefði
stolið öðru jafnmiklu. Ef maður heggur skýli högg ÁVIÐI eða beitir eða
sefur svo að spell er á, bæti skógar spell og landnám með. Ef maður
heggur merki björk, og veit hann það, bæti skaða og öfundar bót fulla
eftir dómi hverjum er mark á ÍÞÁ björk. Hvarvitna þar sem hittir áverka
ÍSKÓGI sínum, þá skal hann að ósekju brott taka (16r).
Eitthvað velti ég þessu fyrir mér við lesturinn en ekki að ráði fyrr en
ég í fyrra las þá mögnuðu bók Space Between Words. The Origins of
Silent Reading eftir Paul Saenger (1997). Saenger starfar við
Newberry Library í Chicago. Bókin er (meðal annars) um það hvenær
og hvernig skrifarar handrita fóru að setja bil á milli orða, en það
gerðist á Bretlandseyjum á 8. öld en í Norður-Frakklandi ekki að ráði
fyrr en í byrjun 11. aldar og á Italíu varla fyrr en á 12. öld. Áður las
fólk upphátt en ekki í hljóði með sjálfu sér og skriftin var ýmist sam-
felld (lat. scriptura continua) eða hún var „aerated“ eða ‘loftuð’, eins
og Sanger orðar það. Þá var bókstöfum raðað í 15-25 stafa blokkir eða
„hierarchical word blocks“, þar sem atkvæði réðu oftar meiru um bil