Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 171
169
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
á milli bókstafa en orð í nútímaskilningi. í kafla um hugtök strax á
eftir inngangi skrifar Saenger: „The failure to separate words from
monosyllabic prepositions that proceed [svo!] them has a long tradi-
tion, beginning in antiquity and continuing, especially for vemacular
manuscripts, to the end of the Middle Ages.“ Því miður útskýrir hann
þetta ekki alveg nógu vel en nefnir eftirfarandi: „Its origin lies in the
ancient rules of pronunciation, where proclitic and enclitic words
received neither tonic nor rhythmic accentuation“ (Saenger 1997:31).
I orðaskýringum í bókarlok bætir hann við að „the regular omission of
such space“ sé það sem hann kallar „vestigial attribute of aerated
script" (1997:280). Þetta atriði er síðan eitt af þeim kennimerkjum
sem hann beitir við greiningu á því hvort handrit eru skrifuð með
„aðskildum hætti“, ef svo má að orði komast, eða ekki. Má nefna sem
dæmi um umfjöllun hans að svo virðist sem Beda prestur hafi skeytt
forsetningum framan við orð líkt og aðrir enskir skrifarar snemma á 8.
öld, að undanskildum Tatvínusi biskupi af Kantaraborg (1997:87-88).
Allur gangur var á þessu í Evrópu næstu aldimar og víða nokkur
óregla á framkvæmdinni. Til dæmis setti Jóhannes ábóti af Fécamp í
Normandí um miðja 11. öldina stundum bil og stundum ekki á eftir
áherslulausum forsetningum (Saenger 1997:205), en skrifarar í
klaustrinu Saint-Pierre de Mossac við Toulouse á síðari hluta aldarinn-
ar nærri því alltaf (sama rit, bls. 229-30, 290).
Saenger getur Danmerkur í upptalningu á einum stað í bók sinni en
vísar ekki í neitt og gerir ekki ráð fyrir að ísland og Noregur hafi verið
hluti af Evrópu (1997:256). Enga athugun á forskeyttum forsetningum
í íslenskum miðaldahandritum þekki ég heldur úr stafsetningar-
lýsingum eða öðrum handritarannsóknum, nema hvað Hreinn
Benediktsson nefnir fyrirbærið í inngangi að Early Icelandic Script
árið 1965 og segir á þessa leið:
Word division is on the whole very regular. The two main irregularities
are that proclitics, especially the prepositions á, í, af, etc., are often writ-
ten together with the following word (e.g. afþui 7:9, inöfnom 7:10), and
that the two members of a compound word are sometimes written apart
(e.g. hofoþ ærer 7:6).