Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Side 181
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
179
2. Niðurstöður prófa
Við skulum nú skoða þetta nánar og sjá hvemig sjúklingnum gekk
þegar Greiningarpróf fyrir máltruflanir (Goodglass og Kaplan 1983)
var lagt fyrir hann. Á þessu prófi er könnuð máltjáning, málskilningur,
hæfileiki til að endurtaka orð og setningar, litið á lestur, skrift og
reikning og sömuleiðis er starfsemi talfæra athuguð.
Við athugun á máltjáningu kom í ljós væg nafngleymska (e.
anomia), sem háði sjúklingnum ekki mikið í daglegum tjáskiptum því
hann hélt uppi góðum samræðum og rak sjaldan í vörðumar. Þessi
nafngleymska var hins vegar mjög áberandi á einu afmörkuðu sviði,
þ.e. þegar kom að því að nefna liti. Sjúklingnum gekk líka illa að rifja
upp heiti lita og benda á þá þegar þeir vom nefndir. Hann reyndi
greinilega að giska en sagði sjálfur að hann gæti engan veginn leyst
þetta verkefni. T.d. nefndi hann rauðan penna stundum rauðan, en
stundum grænan eða bláan.
Málskilningsverkefnin leysti sjúklingurinn öll með ágætum nema
þegar kom aftur að litunum. Þegar hann átti að benda á litina sem
nefndir vom, hafði hann ekki nema þriðjunginn réttan.
Sjúklingurinn gat líka endurtekið orð og setningar (líklegar og
ólíklegar setningar) hiklaust. Ekkert óeðlilegt kom í ljós þegar talfæri
vom athuguð hvað varðar hreyfigetu, styrkleika og samhæfingu,
ekkert verkstol (e. apraxia) var til staðar, hvorki munnlegt né mállegt,
og ekki gætti heldur þvoglumælis (e. dysarthria). Hann þekkti
tölustafina og benti á þá, nefndi þá og skrifaði, og hann gat reiknað
með öllum einföldum reikningsaðgerðum (lagt saman, dregið frá,
margfaldað og deilt).
Þegar kom að því að kanna lestur og skrift kom hins vegar í ljós
að sjúklingurinn þekkti hvorki bókstafi né orð og gat ekkert lesið.
Hins vegar átti hann ekki í neinum vandræðum með að skrifa stafi, orð
og samfelldan texta. Væri honum fenginn aftur texti til að lesa sem
hann hafði sjálfur skrifað, var það sama uppi á teningnum, hann gat
ekki lesið hann. Engin vandkvæði komu hins vegar fram þegar sjúk-
lingurinn var beðinn um að hlusta á orð sem stöfuð vom staf fyrir staf
upphátt fyrir hann. Hann vann úr þeim upplýsingum á eðlilegum