Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 184
182
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
sér ekki til hægri, hvorki texta sem hann reynir að lesa né nokkuð
annað, og getur ekki heldur unnið málfarslega úr sjónrænum upp-
lýsingum sem koma frá vinstri.
4. Endurhæfing
Á meðan sjúklingurinn dvaldi á sjúkrahúsinu var hafist handa við að
endurhæfa hann og þá sérstaklega í lestri. Byrjað var að rifja upp
stóru stafina A, B... o.s.frv. Þetta mjakaðist hægt og rólega og eftir
nokkum tímavar talið tímabært að bætalitlu stöfunum a, b...o.s.frv.,
við til að hægt væri að fara að líta í blöðin og fleira. En ef þið haldið,
lesendur góðir, að það sé eitthvað líkt með t.d. stóru A-i og litlu a-i
þegar maður er að læra stafina, þá er það misskilningur. Það er
nákvæmlega ekki neitt (og þið sjáið það strax ef þið skoðið bókstafina
héma), svo þá var bara að bæta því námi við og halda ótrauð áfram og
það gerðum við.
5. Lokaorð
Segja má að þessi fluga hafi tvenns konar markmið, bæði læknis-
fræðilegt og málfræðilegt. í fyrsta lagi segir hún frá sjúkdómstilfelli
sem er áhugavert frá læknisfræðilegu (og taugasálfræðilegu og
talmeinafræðilegu) sjónarmiði. í öðm lagi sýnir hún dæmi um það
hvað samspil heilastöðvanna er flókið og sumar þeirra sérhæfðar.
Atriði sem okkur virðast tengd órjúfanlegum böndum em ekki órjúf-
anleg, sbr. það að maður getur skrifað þótt hann geti ekki lesið og
maður getur þekkt tölustafina, nefnt þá og notað á venjulegan þótt
maður geti ekkert nýtt sér bókstafi sem maður sér á blaði. En ef þeim
er komið til skila með öðmm hætti, t. d. með því að nefna þá eða skrifa
þá í lófa, verður úrvinnslan aftur eðlileg. Það er vegna þess að þá
kemur heymarskyn og snertiskyn við sögu en ekki sú sérhæfða
úrvinnsla sjónrænna upplýsinga sem hindrar venjulegan lestur ritaðs
máls. (Væntanlega gæti þessi sjúklingur líka lært að lesa blindraletur.)
Þetta varpar óvæntu ljósi á málkunnáttuna og nýtingu hennar og er því
málfræðilega áhugavert.