Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 191
189
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
Ofangreind dæmi benda til þess að það sé munur á merkingarhlut-
verki aukafallsfrumlaga sem verða fyrir þágufallssýki annars vegar og
aukafallsfrumlaga sem verða fyrir nefnifallssýki hins vegar. JGJ gerir
prýðilega grein fyrir þessum mun, að frátöldu einu atriði sem ég mun
vrkja að hér á eftir. Fyrst er þó að nefna það sem við erum sammála
um. Þannig er ljóst að þágufallssýki herjar aðeins á þolfallssfrumlög
með skynjandasögnum en ekki þema- og þolandasögnum, og þar af
leiðandi koma dæmi eins og í (7) ekki fyrir.
(7) a. *Bátunum rak á land.
b. *Kerfiskörlunum dagaði uppi.
Nefnifallssýki beinist að aukafallsfrumlögum sagna sem úthluta
merkingarhlutverkinu þema og þolandi, eins og í dæmunum í (3)—(6)
að ofan. Aftur á móti fá þágufallsfrumlög sem hafa merkingarhlut-
verkið mark, eins og prestinum í (8a), aldrei nefnifall, og því er setn-
ingin í (8b) ótæk.
(8) a. Prestinum barst bréf í morgun.
b. *Presturinn barst bréf í morgun.
Aðfinnslur mínar við umfjöllun JGJ um samband merkingarhlutverka
og breytinga á frumlagsfalli lúta síður að því sem hann segir en hinu
sem hann sleppir. JGJ minnist ekki einu orði á að aukafallsfrumlög
skynjandasagna geti fengið nefnifall og túlka ég þessa þögn svo að
hann telji að það gerist alls ekki. Þó bendir ýmislegt til þess að frum-
lög skynjandasagna séu ekki ónæm fyrir nefnifallssýki. Sjálfur hef ég
heyrt nefnifall með sögnum í þessum flokki, t.d. dreyma, vanta og
langa, ekki síst í máli bama en einnig hjá fullorðnum.* * * 4 Um þetta er
ræða líkingamál sem er ekki á nokkum hátt ætlað að vera meinafræðilegt eða niðr-
andi. I þessu sambandi má árétta ummæli Halldórs Halldórssonar (1982:159 nmgr. 1)
um þágufallssýki í þá veru að orðliðurinn sýki merki hér ekki ‘sjúkdóm sem rekja
megi til sýkla eða veira’ heldur ‘fýsn, hneigð til’ (sbr. skemmtanasýki ‘skemmtana-
fýsn, hneigð til skemmtana’). Þágufallssýki er samkvæmt því ‘hneigð til þágufalls’
°g nefnifallssýki ‘hneigð til nefnifalls’.
4 í hinum merka dægurlagatexta Æsandi fögur (höfundur Ómar Ragnarsson, flytj-
endur Hljómar) segir t.d.: Stað og stund ég gleymi er/stórfenglega og dásamlega konu ég
dreymi um. Þessu dæmi skaut ritstjóri að mér og naut þar reynslu sinnar á poppsviðinu.